Logi, Viðreisnar-Tobba með Pútín gegn Trump

Logi í Samfó og Þorgerður Katrín í Viðreisn eru sammála Pútín Rússlandsforseta: Trump ætti ekki að afturkalla þá fáeinu hermenn Bandaríkjanna sem enn eru í Sýrlandi.

Brottförin ,,gæti skapað eldfimt ástand", segir talsmaður Pútín.

Forveri Trump, Obama með frú Clinton sem utanríkisráðherra, settu sér markmið að koma Assad Sýrlandsforseta frá völdum. Assad sigraði andstæðinga sína með hjálp Rússa. Brottför síðustu hermanna Bandaríkjanna er viðurkenning á ósigri.

Stefna Trump er að fórna ekki bandarískum mannslífum í átökum sem varða ekki bandaríska hagsmuni. 

Í Norður-Sýrlandi eru í grunninn þrennir hagsmunir: tyrkneskir, kúrdískir og sýrlenskir. Að baki þessum hagsmunum standa tvö fullvalda ríki, Tyrkland og Sýrland. Kúrdar eru þjóð, dreifð um Tyrkland, Sýrland og Írak, en án þjóðríkis.

Bandaríkin geta ekki búið til kúrdískt þjóðríki. Stórveldið getur ekki einu sinni umskapað starfandi fullvalda þjóðaríki, sbr. Írak.

Helsta von Kúrda eru samningar við Sýrland og Rússland um einhvers konar sjálfsstjórnarhérað. Tyrkir vilja ekki slíka lausn enda sjálfsstjórn vísir að þjóðríki, sem fyrirsjáanlega gerir tilkall til landamærahéraða Tyrklands, sem byggð eru Kúrdum.

Þess vegna er ástandið í Norður-Sýrlandi eldfimt. Trump-hatur Loga og Þorgerðar Katrínar er ástæðan fyrir því að skötuhjúin eru komin í eina sæng með Pútín í utanríkismálum. Þau Logi og Þorgerður Katrín reyna að slá pólitískar keilur í innanlandspólitík en afhjúpa í leiðinni fádæma grunnhyggni í utanríkismálum. Enda bæði ESB-sinnar. 

 


mbl.is Gæti skapað eldfimt ástand, segir Lavrov
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, og þeir Repúblikanar sem gagnrýna ákvörðun Trumps eru eflaust líka ESB-sinnar (les: útsendarar andskotans) og hatursmenn Bandaríkjanna. Þetta verður sífellt gáfulegra!

Þorsteinn Siglaugsson, 9.10.2019 kl. 11:16

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þegar flókinn mál komu upp tók það nóbelsskáldið langan tíma að kynna sér mál til að geta komið sér upp brúklegri skoðun - en það tekur Loga og Þorgerði aðeins þrjár sekúndur. Þau eru eins og óvitar sem bera enga ábyrgð og geta með hjálp Gulla komið Íslandi á kaldan klaka. Ef allt fer vel er það ekki þeim að þakka. 

Þessi ofboðslega sýndarmennska gengur ekki til lengdar. Fyrr eða síðar verður stórslys. 

Venjulegt vinnandi fólk ber ábyrgð á gerðum sínum. Píplulagnamaður getur ekki leyft sér spuna, ekki heldur rafvirki, skipstjóri eða bílstjóri. Minnsta yfirsjón getur haft alvarlegar afleiðingar. En spunafólkið á þingi fer í fýlu og tekur þjóðina með sér út í móa ef því er að skipta. 

Hvernig væri að kynna sér mál i þaula og taka síðan upplýsta ákvörðun - eða þegja. 

Þótt einhver sér kosinn á þing verður hann ekki sjálfkrafa sérfræðingur í flókinni stöðu. 

Benedikt Halldórsson, 9.10.2019 kl. 12:16

3 Smámynd: Baldinn

Já hvern andskotans eru menn að skipta sér af væntanlegum þjóðarmorðum.  Þú skrifar hér Páll að USA vilji ekki fórna sínum hermönnum.  Tyrkir ráðast ekki á Kúrda á meðan þarna eru Bandarískir hermenn.  Það er eins og öllum sé skítsama.  Vilja líklega bara poppa og horfa á í beinni útendingu á meðan einn en snúningurinn verður tekinn á Kúrdunum sem voru þó bandamenn USA á meðan hægt var að nota þá.

Baldinn, 9.10.2019 kl. 14:00

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bandarískir hermenn í Austurlöndum? Af hverju þá ekki ástralskir, kínverskir eða japanskir. Hvað þá þeir sem standa svæðinu nær: ESB herinn?  Verða það þá ekki bara rússarnir sem bjarga málunum?

Kolbrún Hilmars, 9.10.2019 kl. 15:28

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Reyndar herma nýjustu fréttir að frakkar, þjóðverjar og bretar séu að kveikja á perunni.  Vonandi boðar það gott.

Kolbrún Hilmars, 9.10.2019 kl. 16:06

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þorsteinn Siglaugsson gerir mistök í að ætla repúblikönum sömu rök og íslenskum vinstrimönnum fyrir andstöðu við brottkvaðningu BNA hersins frá héruðum Kúrda. Logi, Þorgerður og Þorsteinn eru fyrst og síðast ESB-sinnar sem hugsa alla leiki hvað kemur ESB best. Og öfundsjúkt máttlausa ESB er eins og gjammandi hvolpur utan í stóra bróður.

BNA eru herveldi sem hugsar stratígist hvað komi því sjálfu best. Repúblikanar tilheyra stratígiska arminum en demókratar eru jafn andsnúnir brottflutningnum en á þeirri sjálfhverfu forsendu að Trump tók ákvörðunina. Þeir höfðu ekkert á móti hernaðarbrölti Obama. Það er því ekki bara ólík afstaða íslenskra vinstrimanna og Bandaríkjamanna til brottflutningsins heldur líka milli repúblikana og demókrata. Svo er ekki ólíklegt að Kínverjar og Rússar horfi sínum augum á málið.

Ragnhildur Kolka, 9.10.2019 kl. 17:13

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og með hvaða hætti eiga þjóðarmorð í Sýrlandi að koma ESB vel? Það er vel skiljanlegt að fólk hafi skiptar skoðanir á ESB, en þegar heiftin er orðin svo mikil að einstaklingurinn blindast algerlega og fer að ímynda sér að allt illt sem gerist í veröldinni sé með einhverjum hætti af völdum ESB, þá er illa komið. Og það er nákvæmlega sú blinda sem þessi pistlahöfundur hefur lengi verið haldinn, og attaníossar hans líka.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2019 kl. 15:00

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég var nú aðeins að benda þér á að röksemdafærsla þín var í ruslatunnunni. En fyrst þú spyrð þá hentar það ESB afar vel þegar vonarstjörnur þeirra snúast gegn BNA. Það dregur athyglina frá því að ESB stígur ávalt til hliðar þegar ábyrgð hvílir á því.

Ragnhildur Kolka, 10.10.2019 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband