Miðflokkurinn bjargar Sjálfstæðisflokknum

Mótsagnakennt eins og það hljómar bjargar aukið fylgi Miðflokksins Sjálfstæðisflokknum frá fylgishruni. Forysta Sjálfstæðisflokksins er á hraðri leið að gera flokkinn að hægriútgáfu Samfylkingar, sem veit á fylgishrun, en vaxandi styrkur Miðflokksins temprar þær öfgar.

Meirihluti kjósenda er borgaralega þenkjandi og kýs öfgalausa útfærslu á góðlífi þar sem fetaður er millivegur einstaklingsfrelsis og ríkisforsjár. Meirihluti kjósenda er jafnframt fráhverfur fikti við það sem virkar, og skiptir máli, samanber stjórnarskrána. Þá segir sagan okkur að ismar frá útlöndum, t.d. kommúnismi, ESB-ismi og loftslagsismi eiga ekki upp á pallborðið.  

Miðflokkurinn er í senn fordæmi og aðhald fyrir Sjálfstæðisflokkinn, bjargar gömlu háborg borgaralegra stjórnmála frá kviksyndi samfóisma. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband