Miðvikudagur, 11. september 2019
Trump: semja frekar en að sprengja
John Bolton er innvígður í bandarísku utanríkismálaelítuna sem ráðið hefur ferðinni frá lokum kalda stríðsins. Óformlega er hópurinn kallaður klístur eða blob. Alveg sama hvaða forseti situr þá ræður klístrið ferðinni: Sprengjum Írak, Sýrland og Úkraínu til vestrænnar velferðar.
Bolton er að upplagi kaldastríðshaukur. Samantha Power á að heita frjálslynd og í innsta ráðgjafahópi Obama. En hún vill líka beita bandarísku hernaðarmaskínunni í langt-í-burtu-löndum. Auðvitað ávallt í þágu friðar og manngæsku, nema hvað.
Trump á hinn bóginn fékk forsetakjör út á það láta af þeim ósið að sprengja upp þjóðríki í nafni vestrænna hugsjóna.
Trump vill semja en ekki sprengja. Blóðþyrstir vinstrimenn eru aftur sáróánægðir með friðarhöfðingja í Hvíta húsinu.
Trump rekur þjóðaröryggisráðgjafann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.