Fimmtudagur, 11. júlí 2019
ESB eyðileggur samheldni þjóða
Bretar standa ekki saman í Evrópumálum líkt og þeir gerðu í Napoleónsstríðum á 19. öld og í þýsk-evrópsku stríðunum tveim á síðustu öld. Elítan í Bretlandi gekk ESB á hönd að stórum hluta og berst fyrir hagsmunum sambandsins þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016 þar sem Bretar kusu að yfirgefa ESB.
Vinnulag ESB er að eyðileggja samheldni þjóða með því að kljúfa þær í andstæðar fylkingar. Aðferðina notuðu Rómverjar á sínum tíma með árangri og kallast hún að deila og drottna.
Evrópuþjóðir á nýlendutímanum hygluðu völdum ættbálkum meðal Afríkuþjóða til að stjórna almenningi. Sárin frá nýlendutímanum eru ekki enn gróin í Afríku.
Bretar, líkt og í fyrra og seinna stríði, treysta á Bandaríkin að leysa sig úr viðjum Meginlands-Evrópu. Væntanlegur forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, mun biðja Trump forseta ásjár vegna Brexit.
Íslensk augu, sem lesa niðurlægingu Breta, hljóta að horfa með hryllingi til þess að ESB er um það bil að gera Ísland að orkunýlendu. Elítan í Sjálfstæðisflokknum gekk fyrir ESB-björg og reynir að telja þjóðinni trú um að sjálfstæði sé ósjálfstæði. Hvorki Boris né Farage er að finna í Sjálfstæðisflokknum. Leiguþýin eru sviplaus eins og embættismennirnir í Brussel. Við eigum þó leiðtoga sem áður hefur bjargað þjóðinn úr ógöngum. Sá fer fyrir Miðflokknum.
Styðja flokkinn fari Bretland úr ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ESB er svo sannarlega sundrungarafl en líka utanríkis, sem hefur ekki bara tekist að sundra íslenskri þjóð heldur líka Sameinuðu þjóðunum! Hann sendi risastórt virte signal og tapaði stórt, en aðeins 18 af 47 þjóðum samþykktu meingallað signalmerki hans um málefni Filippseyja.
Benedikt Halldórsson, 11.7.2019 kl. 13:45
Fulltrúi Ástralíu sem er nær Filippseyjum en Ísland harmaði þessa sundrungartillögu sem er að hennar mati misnotkun á öflugu aðhaldi mannréttindaráðs ef það er beitt af skynsemi og í sem mestri samstöðu. Guðlaugur er ekki náungi sem hlustar á mótbárur. Hann er ekki einn. Hann er fulltrúi elítu sem er staðráðinn í að ganga fyrir björg.
Benedikt Halldórsson, 11.7.2019 kl. 14:01
Hugsanlega hef ég ekki rétt eftir um Ástralíu. Biðst afsökunar á því.
Benedikt Halldórsson, 11.7.2019 kl. 14:29
https://www.youtube.com/watch?v=5wux4wcOReU
Fullrúi Ástralíus 43:19.
Benedikt Halldórsson, 11.7.2019 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.