Löskuđ ríkisstjórn

Um drykkfelldan prest var sagt ađ hann hefđi veriđ ónćrgćtinn sjálfum sér. Sama má segja um ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Í pólitísku ölćđi tók ríkisstjórnin upp á ţví ađ framfylgja stefnu ESB-flokkanna á alţingi, Samfylkingar og Viđreisnar, sem eiga ađ heita í stjórnarandstöđu.

Kjósendur greiddu ekki Sjálfstćđisflokknum, Vinstri grćnum og Framsókn atkvćđi sitt til ađ flokkarnir fleyttu Íslandi inn í samrunaferli Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Ónćrgćtnin sem ríkisstjórnarflokkarnir sýndu kjarnafylgi sínu međ misheppnađri tilraun til ađ keyra 3. orkupakka ESB inn í íslensk lög gekk í berhögg viđ ráđandi viđhorf um ađ hagsmunum Íslands er betur borgiđ utan ESB en innan.

Bretland er á leiđ út úr Evrópusambandinu. Ţegar ađ ţví kemur ađ samningar milli Bretlands og ESB nást, eđa ađ Bretar fari úr ESB án samnings, verđur sú niđurstađa borin saman viđ EES-samninginn. Viđskilnađur Breta viđ ESB, međ eđa án samnings, verđur stórum hagfelldari fyrir Bretland en EES-samningurinn er fyrir Ísland.

Allsgáđ ríkisstjórn Íslands myndi hafa rćnu á ađ leika eingöngu biđleiki í samskiptum viđ ESB á međan Brexit gengur yfir. Orkupakki ţrjú var samţykktur af ESB fyrir tíu árum, já áriđ 2009. Hvers vegna mátti hann ekki bíđa samţykktar á Íslandi í nokkur ár enn?

Dómgreindarleysiđ, sem ríkisstjórnin sýndi í orkupakkamálinu, var alţjóđ til sýnis í allan vetur og fram á vor. Máttlaus málflutningur stjórnarinnar var beinlínis hjákátlegur, ţeir afrituđu og límdu miđstýrđa texta djúpríkisins til stuđnings framsali á orkuauđlindum Íslands.

Frá hruni 2008 eru tvö meginmál á dagskrá íslenskra stjórnmála. Í fyrsta lagi uppgjör viđ hruniđ, sem óţarfi er ađ rćđa í ţessu samhengi. Í öđru lagi samskiptin viđ Evrópusambandiđ. Ţar tókust á tveir hópar, ţeir sem vildu Ísland inn í ESB og hinir sem héldu í fullveldi ţjóđarinnar og vildu ekki ađild ađ ESB.

Undir forystu Samfylkingar var ađildarumsókn send til Brussel 16. júlí 2009. Umsóknin strandađi áramótin 2012/2013. Nćsta vor tapađi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grćnna stórkostlega í ţingkosningum, fylgi Samfylkingar fór úr tćpum 30 prósentum í 12,9 og Vinstri grćnir töpuđu helming fylgis, fengu 10,9 prósent. Ţar međ voru úrslitin ráđin í ţessu deilumáli, Ísland skyldi ekki inn í ESB.

Ódrukknir hljóta menn ađ skilja ađ ţjóđin mun ekki sćtta sig viđ ađ Íslandi sé laumađ inn í samrunaferli ESB í gegnum EES-samninginn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ćtti ađ reyna ađ halda sér pólitískt edrú í sumar, ţakka Miđflokknum, ţó ekki sé nema í hljóđi, og ákveđa ađ taka orkupakkann af dagskrá alţingis. 

Ef sumariđ verđur ekki notađ uppbyggilega af ríkisstjórninni bíđur hennar harđur vetur.

  


mbl.is Ţinglok vćntanlega á morgun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svei mér ef almenningur verđur ekki hvađ fegnastur. Eru ekki ungmenni okkar ađ líđa fyrir ţetta pólitíska ástand,ţau eru nćm og kvíđin en tala lítt um ţađ.

Helga Kristjánsdóttir, 20.6.2019 kl. 16:03

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Um:Ţinglok!

Helga Kristjánsdóttir, 20.6.2019 kl. 16:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband