Vinstri grænir leyfa áhlaup á náttúru Íslands

Innleiðing 3. orkupakkans felur í sér að Ísland verði hluti af orkusambandi ESB. Yfirlýst markmið orkusambandsins er að útrýma orkueyjum með sameiginlegu orkuneti.

Orkustefna ESB tekur til allra þátta raforkumála, frá virkjunum til neytenda og stórnotenda. Sameiginlegar reglur gilda um framleiðslu og dreifingu.

Ef Ísland verður aðili að orkuneti ESB er einboðið að áhlaup verður gert á náttúru landsins. Raforkuverð í Evrópu er mun hærra en hér á landi. Í húfi er milljarða gróði annars vegar og hins vegar náttúra Íslands. 

Furðu vekur að Vinstri grænir, sem sitja í ríkisstjórn, ætli að innleiða 3. orkupakka ESB með fyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir náttúruvernd.


mbl.is Ber að krefjast markaðsverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður Páll!

Og segðu áhlaup á Þjóðríkið,Þetta er ekki minna en stórhættulegt fólk, sem að á að vera að stjórna hér.Saurþjöppur. 'Island er STJÓRNLAUST.

Kv Óskar

Óskar Kristinsson, 18.5.2019 kl. 20:04

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll. Mér fannst gaman að vinna með þér á DV forðum.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 18.5.2019 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband