Palestína, samkynhneigðir og Hatarar

Á meðan stig voru talin frá dómnefndum flögguðu liðsmenn Hatara regnbogafána eins og samkynhneigðir títt gera. Þegar símastigin voru tilkynnt var fána Palestínu hampað af Höturum.

Helftinni af ríki Palestínumanna stjórna Hamas-liðar, herskáir íslamistar sem ofsækja samkynhneigða.

Útkjálkabjánarnir sem við sendum til Ísrael gerðu íslensku þjóðinni skömm til.


mbl.is Veifuðu palestínska fánanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda þér á að Ísland hefur viðkennt Pelastínu sem ríki og Palestína er undir hernámi og hefur verið í 60 ár plús. Það eru milljónir Palestínumenn sem búa við algjörlega ömurlegar aðstæður og Ísrael hefur engar áætlanir um að annað en að hrekja þau af þeim leyfum sem þeir búa á í dag.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.5.2019 kl. 00:01

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þeir voru grobbnir og útbelgdir af sjálfum sér. Sigurvegari þarf ekki að belgja sig út eins og bjáni. Hógværð og lítillæti er einkenni margra sigurvegara í söngvakeppninni eins t.d. þessi Hollenski. 

Benedikt Halldórsson, 19.5.2019 kl. 00:01

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Grenjið þitt er yndislegt.

Jón Ragnarsson, 19.5.2019 kl. 00:21

4 Smámynd: Ívar Ottósson

Ertu rasisti og hómófób Páll?

Og "Útkjálkabjánar"...hvernig komstu að þeirri niðurstöðu?

Madonna mun þá falla undir þann flokk einnig að þínu mati?

Ívar Ottósson, 19.5.2019 kl. 07:01

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Hver var boðskapur hatara? Hatrið mun sigra? Þýðir það að þeir vilja ekki frið?

"Tak­mörk þess hvað má og má ekki þegar kem­ur að póli­tísk­um áróðri í Eurovisi­on eru ósýni­leg. „Eng­inn veit hvar þau liggja,“ seg­ir Matth­ías Tryggvi Har­alds­son, ann­ar söngv­ara Hat­ara, í viðtali við sænska rík­is­sjón­varpið um áminn­ingu sem þeir fengu frá Jon Ola Sand fyr­ir að vera of póli­tísk­ir, lík­lega vegna um­mæla sinna þess efn­is að þeir vildu sjá her­setu Ísra­els­manna á landsvæði Palestínu­manna lokið.

Matthías ánægður en Klemens þagði

Frétt af mbl.is

Matth­ías ánægður en Klem­ens þagði

Um­mæl­in létu þeir falla á blaðamanna­fundi snemma í keppn­inni, en sam­kvæmt frétt svt voru þeir kallaðir á fund fram­kvæmda­stjóra keppn­inn­ar, Jon Ola Sand, nokkr­um dög­um síðar.

Jon Ola Sand fyrir miðju.

Jon Ola Sand fyr­ir miðju. Skjá­skot

„Okk­ur var sagt að við hefðum farið yfir strikið,“ seg­ir Matth­ías Tryggvi í viðtal­inu. Hann seg­ir að hljóm­sveit­in hafi verið póli­tísk frá fyrsta degi og því viti hann ekki ná­kvæm­lega hvenær þeir hafi farið yfir strikið.

„Það er erfitt að fylgja regl­um sem eng­inn þekk­ir hvernig eða hvort á að nota. Okk­ar skila­boð eru ekki fjand­sam­leg. Við vilj­um frið og sam­stöðu.“

Jon Ola Sand hef­ur áður sagt að skipu­leggj­end­ur Eurovisi­on treysti því að ís­lenska fram­lagið skilji að keppn­in eigi að vera ópóli­tísk og að hljóm­sveit­in muni virða þá reglu. Matth­ías er því ósam­mála. „Tel Aviv er búbbla og að skipu­leggja keppn­ina hér er mjög póli­tískt. Að syngja um ást án þess að viður­kenna raun­veru­leik­ann.“

Hver var boðskapurinn ef hann var þá einhver?

Halldór Jónsson, 19.5.2019 kl. 08:00

6 Smámynd: Ívar Ottósson

Já Halldór....hver er boðskapurinn, góð spurning.

Hrollvekjandi að sjá öryggisvörð taka palestínska flaggið af þeim svotil með valdi, mikill boðskapur í þeim gjörningi.

Israel hefði aldrei átt að fá þessa keppni...mín skoðun.

Ívar Ottósson, 19.5.2019 kl. 08:20

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott hjá þér Páll. Það kæmi mér ekki á óvart að þeir yrðu deportaðir en að veifa flaggi óvinaþjóð í landi sem reynir að verja sig en sama og meint landráð. 

Valdimar Samúelsson, 19.5.2019 kl. 08:57

8 Smámynd: Ívar Ottósson

Virkilega Valdimar....Israelar að verja sig?

Þeir eru komnir langt þaðan frá.

Þeir sem eru að verja sig eru Palestínumenn fyrir Israelum, það skilur hver sem vill skilja.

Ívar Ottósson, 19.5.2019 kl. 09:25

9 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það eru ákveðnar leikreglur í söngvakeppninni sem Hatarar virtu ekki en ímynda sér að vinstri póltíkin þeirra sé ósýnileg þegar það hentar, en ef einhver kemur auga á bjálfaskapinn þá snúist ruglið um frið og samstöðu!

En eins og alltaf þegar íslensk útkjálkapólitík er annars vegar eru Hamas hryðjuverkasamtökin gerð stikkfrí og stefnuskrá þeirra um að drepa alla gyðinga er ekki með í réttlætisjöfnunni.

Hver er annars boðskapurinn?

Að Ísrael afhendi land í skiptum fyrir frið? Já, það var gert. Ísraelskir landtökumenn voru dregnir með valdi frá Gaza svo að Palestínumenn gætu mótað sitt eigið samfélag að vild. Síðan hafa um 20.000 eldflaugum rignt yfir Ísrael frá Gaza.  

Talandi um frið. 

Hamas setti sér það skýra markmið við stofnun samtakana að koma á Íslömsku ríki þar sem nú er Ísrael, Gaza og Vesturbakkinn eða eins og segir í stefnuskránni:

"Israel will exist and will continue to exist until Islam will obliterate it, just as it obliterated others before it."

Fyrir þá sem ekki vita þýðir "obliterated" að eyða, afmá. Þeir vilja eyða Ísrael en segjast vera til viðræðu við ísraelsk stjórnvöld ef þau verða við kröfum sem ekki er hægt að verða við! BDS költið fylgir svo kröfunni eftir. Auk þess er Hamas ekki fulltrúi allra Palestínamanna. Við hverja á að semja? Þótt ísrael verði við kröfum Hatara um að afhenda Vesturbakkann breytti það engu vegna þess að Hamas ráða Gaza. 

"Our struggle against the Jews is very great and very serious." 

Til að komast hjá því að sjá það sem blasir við er heimsvaldastefnu vesturveldanna og Ísraels kennt um hvernig komið er fyrir fólkinu í Palestínu til einföldunar. 

Hamas er ekki í rómantískri frelsisbaráttunni eins og margir vilja trúa. Barátta Hamas um land, er bara lítill áfangi að miklu stærra plani, að koma á Íslömsku ríki í nafni Allah, fyrir alla Araba en í sameinuðu ríki væri hvorki sjálfstætt ríki Palestínu né Ísrael. Í hverja fælist þá frelsið? Að hlýða yfirvöldum í einu og öllu í trúarlegu einræðisríki? 

Við viljum bara stuðla að friði segja Hatarar. 

"The Movement is but one squadron that should be supported by more and more squadrons from this vast Arab and Islamic world, until the enemy is vanquished and Allah's victory is realised."

Í stofnskrá Hamas er vitnað í Kóraninn en eins og flestum er kunnugt var hann ekki skrifaður á síðustu öld:

"The Day of Judgement will not come about until Moslems fight the Jews (killing the Jews), when the Jew will hide behind stones and trees. The stones and trees will say O Moslems, O Abdulla, there is a Jew behind me, come and kill him. Only the Gharkad tree, (evidently a certain kind of tree) would not do that because it is one of the trees of the Jews."

En íbúar Palestínu er venjulegt fólk sem þráir það sama og aðrir, vinnu, mat, frið og smá von um betri framtíð eins og almenningur í þýskalandi 1933. En eðlilega eru margir vankaðir af hatursáróðri. Almennt hefur fólk hvorki áhuga á þúsund ára ríki né sameinaðu Arabísku himnaríki í eyðimörkinni. En hvað er í boði? Ekkert, eini tilgangur tilverunnar er að hata gyðinga, kasta steinum í þá og öskra morðingjar, morðingjar. Eina "vonin" um betra líf er að ganga fyrst til bols og höfuðs á öllum gyðingum, áður en fólk getur vænst þess að hlakka til morgundagsins. 

Benedikt Halldórsson, 19.5.2019 kl. 09:50

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Í dagskrá í hléi, sveif gyðingastjarnan yfir sviðinu. Það var náttúrulega enginn áróður í því, - eða þannig sko.......

Benedikt V. Warén, 19.5.2019 kl. 10:36

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Benedikt V. Warén þú gerir þér grein fyrir því að keppnin var haldin í Ísrael og að Palestína var ekki þátttökuland, sem Ísrael var að sjálfsögðu?

Theódór Norðkvist, 19.5.2019 kl. 11:36

12 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er svo hin hliðin, Ísrael er ekki Evrópuland. Hvers vegna eru lönd utan Evrópu með í EUROVISION? 

Benedikt V. Warén, 19.5.2019 kl. 12:03

13 Smámynd: Jónatan Karlsson

Er ekki eina rökrétta lausnin að bjóða Palestínu þátttöku í keppninni, fyrst á annað borð er verið að troða Ísraelsmönnum inn, þrátt fyrir að þeir eigi síður en svo heima þar.

Jónatan Karlsson, 19.5.2019 kl. 12:17

14 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er náttúrulega rökrétt framhald á þessu fyrirkomulagi Jónatan, en þetta snýst allt um peninga. Hefur Palestína ráð á því?

Er ekki bara betra að einangra þetta sjóv við Evrópulönd eingöngu?

Benedikt V. Warén, 19.5.2019 kl. 12:30

15 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eins og Benedikt bendir á virðast mörk þess sem má og ekki má frekar óskýr. Það er í lagi að sýna stjörnuna, tákn Ísraels, en ekki þjóðfána annarra ríkja. Það er í lagi að sýna upptökur, gerðar á svæðum sem eru ekki einu sinni viðurkenndur hluti Ísraels, en ekki að sýna þeim sem þarlend stjórnvöld halda föngnum í stærstu Konzentrationslagern heims samstöðu.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.5.2019 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband