Lög gegn öfgum og hatri - bjánaskapur

Bretar hætta við lagabálk um bann við orðræðu öfga og haturs. Eftir ítarlega athugun komust Bretar að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð lög myndu gera ólöglega pólitíska orðræðu og trúariðkun.

Víðtækt bann á frjálsa orðræðu gengur kannski í Rússlandi en við ættum ekki að fylgja því fordæmi, segir Anderson lávarður sem fór yfir frumvarpið.

Frumvarpið stóðst ekki Clarkson-prófið, segir í umfjöllun Telegraph. Vinsæll sjónvarpsmaður, Jeremy Clarkson, kallaði þáverandi forsætisráðherra Breta, Gordon Brown, ,,eineygðan skoskan bjána."

Brown er bæði skoskur og eineygður. Íslendingar kunna honum litlar þakkir fyrir að beita hryðjuverkalögum á íslenskar fjármálastofnanir í hruninu. En hvorki koma þar við sögu öfgar eða hatur, - en kannski bjánaskapur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband