Brexit er andstaða við undirgefni

Írar eru þjálfaðir í undirgefni, voru um aldir undir hæl Englendinga. Þegar ESB knúði Íra til kjósa aftur um Nice-sáttmálann 2002, eftir að hafa fellt sáttmálann í þjóðaratkvæði árið áður, mótmæltu sögulega barðir Írar ekkert sérstaklega.

Bretland er aftur gamalt heimsveldi og ekki vanir að beygja sig fyrir öðrum þjóðum. Það er allt annar handleggur að krefja Breta um nýtt þjóðaratkvæði en Íra.

Brexit er andstaða við undirgefni gagnvart ESB. Brussel-valdið skilur það einfaldlega ekki.


mbl.is ESB vill að Bretar kjósi aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Enn opinbera þeir hug sinn til lýðræðis. Það er eitthvað oná brauð í þeirra augum. Bara kjósa aftur og aftur þar til "rétt" niðurstaða fæst.

Kaldranaleg framtíðarsýn fyrir aðildarþjóðirnar og ekki að undra að andstöðu við sambandið vaxi fiskur um hrygg og skiljanlegt að frakkar og ítalir ásamt fleirum séu alvarlega að hugsa sinn gang.

Ætli sambandið endi ekki sem samband gömlu austantjaldsþjóðanna og þýskalands, þar sem þær verða þrælakistur þjóðverja. (sem er raunar þegar staðreynd með flestar þeirra í dag.)

Júrókratarnir og evrópuráðið er orðið sérstök eining afskipt almenningi í aðildarþjóðunum. Þjóðirnar eiginlega bara einangraðir fylgihnettir súpranationalistanna í Brussel.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2019 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband