Þriðjudagur, 11. desember 2018
Hitlersbörnin í París
Hversdagsfólk kom Hitler til valda. Trump fékk atkvæði almennings. Gulvestungar eru hversdagslegir Frakkar en ekki er allur almenningur gott fólk. Á þessa leið er greining þekktasta vinstriróttæklings 68-kynslóðarinnar, Daniel Cohn-Bendit, Rauða-Danna.
Rauði-Danni er kominn á áttræðisaldur og fyrir löngu orðinn væg útgáfa af sínum yngri manni. Hann er ráðgjafi Macron forseta og dæmigerður fulltrú góða fólksins sem vill hafa það huggulegt í fjölmenningunni með loftslagsfirru sem hugmyndafræði og í þægilegri innivinnu hjá ríkinu.
Almenningur í Frakklandi er eitthvað ósáttur, vill breytingar eins og hversdagsfólkið í Bandaríkjunum sem lyfti Trump til valda. Hillary Clinton kallaði fólkið aumkunarvert og Rauði-Danni líkir því við Hitlersbörn.
Frjálslynda elítan kann að orða hlutina. Óhætt að segja það.
Lofar launahækkunum og skattaívilnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mætti þá ekki segja að ólætin séu þá Macron sjálfum að kenna fyrir að vera með ranga stefnu á lofti frekar en að það sé forseteaþingræðinu sé um að kenna?
Gætu óeirðaseggirnir t.d. bent á annan forseta-frambjóðenda
sem að væri þá með réttlátari stefnu á lofti?
Jón Þórhallsson, 11.12.2018 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.