Helgi Hrafn talsmaður múslíma á alþingi

Píratinn Helgi Hrafn stofnaði Arabísk-íslenska menningarsetrið. Verkefnið er að auka veg trúarmenningar múslíma á Íslandi. Félagið er komið með íslenska kennitölu og starfsemin sögð ,,sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg."

Helgi Hrafn er sem kunnugt áhugamaður um tölvur, segist hafa spilað ,,marga tölvu­leiki um æv­ina." Samkvæmt tilgangi múslímafélagsins er píratinn réttur maður á réttum stað; tölvulæs og sannfærður.

Menningarsetur, eins og það sem Helgi Hrafn stofnaði, fá iðulega fjárstuðning frá ríkum Arabaríkjum til að útbreiða málstaðinn. Það má gera sér mat úr því.

Helgi Hrafn er eitthvað viðkvæmur fyrir að vera bendlaður við trúarmenningu múslíma og gerir ekki grein fyrir aðild sinni að Arabísk-íslenska menningarsetrinu í hagsmunaskrá sinni á heimasíðu alþingis. Þó er þingmaðurinn býsna nákvæmur í skráningu. Samkvæmt þingsíðunni er hann í stjórn ,,Hins íslenska fúkyrðafélags".

Nú getur verið að Helgi Hrafn hafi sagt sig frá félaginu sem hann stofnaði, Arabísk-íslenska menningarsetrinu, en þá ætti hann að gera grein fyrir því opinberlega. Voru deilur milli félagsmanna í trúarmálum, eins vill verða hjá þeim sannfærðu? Var deilt um eitthvað annað? Eða missti Helgi Hrafn áhugann? Af hverju?

Þegar Helgi Hrafn talar á alþingi um málefni er varða útbreiðslu trúarmenningar spámannsins ætti hann í nafni gagnsæis að láta þess getið að hann sé sérstakur áhugamaður um að vegur múslíma vaxi á Íslandi. Þar með ættu kjósendur kost að vega og meta framlag þingmannsins til íslenskra hagsmunamála í samhengi.

Ekki gerir Helgi Hrafn ráð fyrir að kjósendur kunni honum þakkir að vera múslímaður inn i skápnum?


mbl.is „Hvílíkt bull“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þarna er komin góð ástæða fyfir því að kjósa ekki sjóræningjana.

Jón Þórhallsson, 6.12.2018 kl. 11:30

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill, Páll. Um að gera að afhjúpa hann.

Nú ber blaðamönnum að ganga á lagið og fá svör frá Helga Hrafni við spurningum þínum um ástand mála hjá honum í þessum efnum.

Svo eiga kjósendur betra skilið en að það fjölgi hér í hópi styrkþega og útsendara erlendra valdablokka og spilltra ofstækisríkja.

Jón Valur Jensson, 6.12.2018 kl. 20:00

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Svona fyrirbæri eru oftast notuð við peningaþvætti.

Borgþór Jónsson, 7.12.2018 kl. 11:39

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvaða fólki datt í huga að kjósa þá til hagsbóta fyrir land og lýð?

Halldór Jónsson, 7.12.2018 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband