Þingmenn: við erum viðbjóður

Þingmenn tala um sjálfa sig sem viðbjóðslegt fólk. Hinum þræðinum þykjast þingmenn vera fulltrúar þjóðarinnar.

Nú vita flestir, sem komnir eru til vits og ára, að í sérhverjum manni búa ólíkir eiginleikar, sumir geðfelldir en aðrir miður. Menn eru dæmdir eftir viðmótinu sem þeir sýna samborgurum sínum.

Með því að þingmenn kappkosta að auglýsa alþjóð hvílík óbermi þeir séu er hætt við að almenningur auki á þeim fyrirlitninguna. Var hún þó ekki lítil fyrir.

Í stjórnmálum er eins dauði annars brauð. Sameiginlegt pólitískt sjálfsmorð er þó sjaldgæft fyrirbrigði. Aðventugjöf íslenskra þingmanna til þjóðarinnar á aldarafmæli fullveldisins mætti vera huggulegri. Þeir eiga jú að heita fulltrúar þjóðarinnar. 


mbl.is „Þeir eru ofbeldismenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband