Sunnudagur, 2. desember 2018
Katrín jarðar þriðja orkupakkann
Fullveldisávarp forsætisráðherra geymdi eftirfarandi:
Við sem byggjum íslenskt samfélag, við vitum það að okkur hefur verið trúað fyrir miklu. Við vitum að við eigum einstaka náttúru, stærstu ósnortnu víðerni Evrópu, endurnýjanlega orkugjafa sem munu verða Íslandi dýrmætir til framtíðar, gjöful fiskimið og einstaka fegurð.
Þriðji orkupakkinn veitir Evrópusambandinu valdheimildir yfir raforku og þar með náttúru Íslands. Eftir þessi orð getur Katrín einfaldlega ekki innleitt ESB-vald yfir raforkumálum Íslendinga. Katrín er marktækur stjórnmálamaður og hún sólundar ekki orðspori sínu í fullveldisávarpi.
Embættismenn í stjórnarráðinu munu snemma í fyrramálið hafa samband við starfsbræður sína í Osló og Brussel með þessi skilaboð: forsætisráðherra Íslands jarðaði þriðja orkupakka ESB á laugardag.
Ber skylda að standa vörð um náttúruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er Katrín þá ekki líka búin að jarða utanríkis og fjármálaráðherrann og þar með að líkindum alla ráðherra Sjálfstæðisflokksins?.
Það kemur á óvart að skemmdaverkamenn lýðræðis eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. Skútunni hefur verið rænt af óþjóðalíð sem siglt hefur undir fölsku flaggi.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.12.2018 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.