Katrín jarðar þriðja orkupakkann

Fullveldisávarp forsætisráðherra geymdi eftirfarandi:

Við sem byggj­um ís­lenskt sam­fé­lag, við vit­um það að okk­ur hef­ur verið trúað fyr­ir miklu. Við vit­um að við eig­um ein­staka nátt­úru, stærstu ósnortnu víðerni Evr­ópu, end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa sem munu verða Íslandi dýr­mæt­ir til framtíðar, gjöf­ul fiski­mið og ein­staka feg­urð.

Þriðji orkupakkinn veitir Evrópusambandinu valdheimildir yfir raforku og þar með náttúru Íslands. Eftir þessi orð getur Katrín einfaldlega ekki innleitt ESB-vald yfir raforkumálum Íslendinga. Katrín er marktækur stjórnmálamaður og hún sólundar ekki orðspori sínu í fullveldisávarpi.

Embættismenn í stjórnarráðinu munu snemma í fyrramálið hafa samband við starfsbræður sína í Osló og Brussel með þessi skilaboð: forsætisráðherra Íslands jarðaði þriðja orkupakka ESB á laugardag. 


mbl.is Ber skylda að standa vörð um náttúruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Er Katrín þá ekki líka búin að jarða utanríkis og fjármálaráðherrann og þar með að líkindum alla ráðherra Sjálfstæðisflokksins?. 

Það kemur á óvart að skemmdaverkamenn lýðræðis eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins.  Skútunni hefur verið rænt af óþjóðalíð sem siglt hefur undir fölsku flaggi.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.12.2018 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband