WOW: hvers virði er 4 milljarða tap?

WOW tapaði rúmum 4 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins. Icelandair bauðst að kaupa reksturinn en hætti við. Indigo, ,,riddari á hvítum hesti", stekkur til og ber víurnar í WOW.

Ef af viðskiptunum verður þarf að afskrifa skuldir. Ríkisfélagið Isavia, sem á inni einhverja milljarða í lendingargjöld, verður ein mjólkurkú nýrra eigenda. Fundir forstjóra WOW með ráðherrum eru ekki aðeins til að veita upplýsingar heldur setja fram kröfur. 

Að því gefnu skuldir fást afskrifaðar til að gera félagið rekstrarhæft eru tvær leiðir að halda félaginu á floti, eða í loftinu öllu heldur. Í fyrsta lagi að hækka fargjöld. Í harðri samkeppni lággjaldafélaga er það takmarkaður kostur. Í öðru lagi að lækka kostnað. Stærsti hluti kostnaðar er laun.

Verkalýðsfélög gera ráð fyrir að laun muni lækka og uppsagnir eru þegar hafnar.

Enginn kaupir 4 milljarða taprekstur til að halda áfram að brenna peningum. Einhver situr uppi með tapið og einhverjir missa spón úr aski sínum til að hægt sé að snúa tapi í gróða.

Enn er óvíst hver hlær best þegar WOW-kurlin koma öll til grafar. .


mbl.is Indigo „riddarinn á hvíta hestinum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn S Stefánsson

Isavia verkður mjólkurkýr nýrra eigenda.

Björn S Stefánsson, 2.12.2018 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband