Þriðjudagur, 27. nóvember 2018
Icesave-rökin í þriðja orkupakkanum
Hræðsluáróður Íslenska-ESB-ráðsins vegna þriðja orkupakkans er endurvinnsla á Icesave-áróðrinum: ef þið samþykkið ekki pakkann verður Ísland Kúba norðursins.
Jafnhliða er sagt að engu breytir þótt orkupakkinn sé samþykktur ,,ákvæði hans fela hvorki í sér valdaframsal til Evrópusambandsins, afsal forræðis yfir orkuauðlindunum né skyldu til að leggja sæstreng til Íslands."
En það liggur fyrir að ríkisvald er framselt. Evrópusambandið fær valdheimildir yfir íslenskum málum með innleiðingu orkupakkans. Og sæstrengur er ræddur sem bein afleiðing af innleiðingunni.
Íslenska-ESB-ráðið starfar í þágu stórveldisins í Brussel og vill að við trúum að hvítt sé svart.
Harma rangar upplýsingar um áhrif orkupakkans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það kristallast út smám saman hverjir hafa hagsmuna að gæta í þessu máli. Eitt er víst, að það er ekki íslenska þjóðin.
Júlíus Valsson, 27.11.2018 kl. 08:23
Nú vantar bara hákarlinn úr djúpinu.
Ragnhildur Kolka, 27.11.2018 kl. 09:13
Hákarlinn úr djúpinu leggur sæstreng á sinn kostnað og krefst svo markaðsvæðingar á íslenskum raforkumarkaði.Hann rótgræðir á strengnum
Halldór Jónsson, 27.11.2018 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.