Icesave-rökin í þriðja orkupakkanum

Hræðsluáróður Íslenska-ESB-ráðsins vegna þriðja orkupakkans er endurvinnsla á Icesave-áróðrinum: ef þið samþykkið ekki pakkann verður Ísland Kúba norðursins.

Jafnhliða er sagt að engu breytir þótt orkupakkinn sé samþykktur ,,ákvæði hans fela hvorki í sér valda­framsal til Evr­ópu­sam­bands­ins, af­sal for­ræðis yfir orku­auðlind­un­um né skyldu til að leggja sæ­streng til Íslands."

En það liggur fyrir að ríkisvald er framselt. Evrópusambandið fær valdheimildir yfir íslenskum málum með innleiðingu orkupakkans. Og sæstrengur er ræddur sem bein afleiðing af innleiðingunni.

Íslenska-ESB-ráðið starfar í þágu stórveldisins í Brussel og vill að við trúum að hvítt sé svart.


mbl.is Harma rangar upplýsingar um áhrif orkupakkans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Það kristallast út smám saman hverjir hafa hagsmuna að gæta í þessu máli. Eitt er víst, að það er ekki íslenska þjóðin. 

Júlíus Valsson, 27.11.2018 kl. 08:23

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú vantar bara hákarlinn úr djúpinu.

Ragnhildur Kolka, 27.11.2018 kl. 09:13

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hákarlinn úr djúpinu leggur sæstreng á sinn kostnað og krefst svo markaðsvæðingar á íslenskum raforkumarkaði.Hann rótgræðir á strengnum

Halldór Jónsson, 27.11.2018 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband