Skattur, þegnskapur og leynd

Við borgum skatt til samfélagsins enda er það sameign okkar. Aðildin að þessari sameign getur ekki verið leyndarmál.

Þeir sem mótmæla því að upplýsingar um skattgreiðslur einstaklinga liggi frammi gera það á þeim forsendum að hægt sé að reikna út uppgefnar tekjur fólks út frá skattgreiðslum. Rökin eru þau að tekjur séu einkamál fólks.

Hér skýtur skökku við. Eigur fólks eru opinberar, t.d. húseignir og bílar, og hægt að nálgast þær upplýsingar. Hlutafélög eru skráð opinberlega og stífar kröfur um að upplýsingar skuli liggja frammi um hverjir eiga hvað í skráðum félögum.

Hvers vegna ættu upplýsingar um skattgreiðslur að vera leyndarmál? Sennilegasta svarið er að sumir borga minna til samneyslunnar en þeir ættu að gera og vilja ekki að upp komist. En það er óvart ekkert einkamál þegar svindlað er á samfélaginu. Það er opinbert mál. 


mbl.is Gefur ekki upp hver fékk skattskrána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband