Þjóðkirkjan og RÚV: ólík herfræði og gagnólíkur árangur

Þjóðkirkjan eins og RÚV má muna fífill sinn fegurri. Einu sinni voru þessar ríkisstofnanir óskoraðar í veldi sínu trúmálum annars vegar og hins vegar rafrænni fjölmiðlun.

Þegar RÚV sá fram á dauða og tortímingu vegna breyttrar fjölmiðlunar ákvað stofnunin að gera sig ómissandi fyrir hóp fólks sem fer bæði með bein og óbein völd í samfélaginu; vinstrimenn. Með stuðningi vinstrimanna er RÚV enn á fjárlögum og fær ríkisframlag til að þjóna sínum umbjóðendum - vinstrimönnum.

Þjóðkirkjan fór þveröfuga leið. Hún leitaði friðar og sátta við fjandmenn sína, útþynnti boðskapinn og gerði gælur við tískustrauma í dægurumræðunni. Kirkjan missti stuðning þeirra sem telja hana mikilvæga fyrir kristna menningu en fékk aðeins fyrirlitningu frá fjandmönnum fyrir linkuna og aumingjaháttinn.

RÚV lifir á bandalaginu við valdablokk í samfélaginu en þjóðkirkjan fellur milli skips og bryggju.


mbl.is Færri treysta þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þjóðkirkjan þarf helst að geta sýnt að hún sé að ná árangri með einhverjum hætti

=Að gera sín MARKMIÐ sýnileg og sýna árangurinn í línuritum.

Ef að þjóðkirkjan vil trekkja meira að að þá þyrfti hún að vera með einhverjar SPURNINGAR Á LOFTI á sínum vettvangi sem að fólk á að keppast við að svara í eigin huga og með öðrum eins og er hjá öllum fyrirlesurum sem að halda fyrirlestra.

=Allt í lagi að brjóta oftar upp sérmoníur

og vera með óformlega umræðuhópa um eitthvað.

Jón Þórhallsson, 23.10.2018 kl. 15:46

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Er ekki málið varðandi þjóðkirkjuna að enginn lagði sig eftir að berjast gegn henni? Fannst þetta meinlaus hjátrú. Þeir sem voru trúlausir studdu hana jafnvel (t.d. Sverrir Kristjánsson). Nú er komin fram ný kynslóð fólks sem hefur gert trúleysi að trúarbrögðum; eru svarnir andstæðingar kristnidóms. Og þau hafa innan sinna vébanda þó nokkra fjölmiðlamenn.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 23.10.2018 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband