Vinnan skapar hamingju, Katrín

Hvort sem maður ráðfærir sig við sígilda snillinga eins og Ciceró, sálkönnuð á borð við Sigmund Freud eða félagsvísindamanninn Charles Murray er niðurstaðan ein og söm: vinnan er snar þáttur í hamingju mannsins.

Vinnan er þátttaka í samfélagi, forsenda sjálfsbjargar og þar með sjálfsvirðingar.

Forsætisráðherra Íslands ætti að gjalda varhug við þeirri tísku að hallmæla vinnunni. Ónytjungar á vinstri kanti stjórnmálanna eru ekki leiðarvísir að heilbrigðu samfélagi.


mbl.is Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Hófleg vinna og þáttaka í samfélaginu skapar vissulega ákveðna lífsfyllingu og hamingju. Það er flestum nauðsynlegt að finna að þeir séu mikilvægir aðilar í sínu samfélagi.

En óhófleg vinna og óhófleg erfiðisvinna hefur auðvitað sína skuggahliðar. Dugnaður og jákvæðni einstaklinga til starfa fer ekkert eftir viðhorfum þeirra eða pólitískum skoðunum. 

Verkalýðsfélögin velja gjarnan þá til að vera trúnaðarmenn fyrir félagið að þeir hafi sterka réttlætiskennd. Séu mjög duglegir og leiðtogar í störfum sínum á vinnustað. Vinstrimenn urðu að vera framúrskarandi starfsmenn til að halda vinnu.   

Kristbjörn Árnason, 23.10.2018 kl. 11:28

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er ekki vinnan sem er að fara með fólk heldur allt hitt sem það hleður á sig. Við erum hin upprunalega -keeping up with the Jones’s- þjóð.

Ragnhildur Kolka, 23.10.2018 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband