Miðvikudagur, 10. október 2018
Spáir gjaldþroti WOW, krónan fellur
Forsíða Fréttablaðsins spáir flugfélaginu WOW gjaldþroti innan tíðar. Hagkerfið verður fyrir höggi, þjóðarframleiðsla dregst saman um tvö prósent og Arion banki tapar milljörðum. Ekkert er minnst á Isavia sem á milljarða útistandandi hjá WOW vegna lendingargjalda.
Í viðskiptum dagsins féll krónan skarpar en síðustu daga gagnvart helstu gjaldmiðlum eða yfir eitt prósent. Dollarinn er á 117 kr.
Fréttablaðið segir ekki berum orðum að WOW standi nærri gjaldþroti en framsetning fréttarinnar er ótvíræð skilaboð. Rekstrartekjur WOW eru að stærstum hluta fyrirframgreidd fargjöld. Þegar almenningur hættir að veita flugfélaginu lán er stutt í endalokin. Fréttablaðið er nokkuð víðlesið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.