Sunnudagur, 7. október 2018
Bróðir Gunnars Smára í vinnu hjá Eflingu
Sjálftaka Gunnars Smára sósíalistaforingja úr sjóðum Eflingar er viðkvæmt mál eftir að upp komst. Bróðir Gunnars Smára, Sigurjón Már Egilsson, sem rekur Miðjuna, var kallaður út í aukavinnu til að bera blak af Eflingu. Enda liggur mikið við að halda tiltrú öreiganna við foringjann og málstaðinn.
Fyrir helgi tilkynnti Sigurjón Már að lítið efni yrði sett á Miðjuna þar sem hann stæði í flutningum til Spánar. En eftir frétt Morgunblaðsins um sjálftöku Gunnars Smára og fjölskyldu hefur bróðirinn setið sveittur við og birt hverja vörnina á fætur annarri fyrir Eflingu og Gunnar Smára.
Síðdegis í gær kom romsa frá Gunnari Smára á Miðjunni um að hann væri ofsóttur. Klukkutíma síðar birtist stuðningsyfirlýsing frá félaga Vilhjálmi. Nokkrum mínútum eftir það er birt yfirlýsing frá Eflingu. Í morgunsárið reynir Gunnar Smári að útskýra sjálftektina úr sjóðum Eflingar - auðvitað á Miðjunni.
Öll þessi vinna við að verja hagsmuni Gunnars Smára og Eflingar kostar sitt. Sigurjón Már kemst ekki hjá því að rukka feitt fyrir töfina sem hann varð fyrir í flutningum til Spánar. Og í sjóðum Eflingar eru heilir 12 milljarðar króna.
Óstaðfestar sögusagnir og dylgjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll,
Geturðu útskýrt fyrir mig þetta með "sjálftökuna.." - Ég get hvergi séð þetta, bara að gjaldkeri Eflingar hafi borgað innsenda reikninga (áður en ný stjón var kosin) en var svo send í "veikindafrí" vegna langvarandi spillinga á tímum Gylfa. a)Hvar er hægt að sjá þetta með "sjálftökuna ? b) Hvað merkir þetta orð eða orðatiltæki ?
Már Elíson, 7.10.2018 kl. 14:32
Þú ert nú meiri óþverrinn Páll. Nú ertu endanlega búinn að missa allan trúverðugleika sem óháður bloggari. Ég hef reyndar lengi grunað þig um að ganga erinda annarra sem þú hefur staðfastlega neitað. En eftir þessar árásir á forystu Eflingar (lesist Sólveigu og Viðar)þá er ljóst að það eru fjársterkir valdamenn að baki þínum áróðurs og níðskrifum. Sennilega eru þeirra sjóðir digrari en Eflingar og örugglega geymdir á aflandsreikningum. Hvernig væri að þú birtir þessa kostun á sama hátt og Gunnar Smári birti nákvæmlega reikninga konu sinnar. Nema náttúrulega að þínar greiðslur þoli ekki dagsins ljós, sem er sennilegt miðað við þá sem fjármagna þessi soraskrif. Þótt þú þrætir fyrir að ganga erinda annarra þá er augljóst að um þaulskipulega aðför að vissum mönnum og fyrirsvarsmönnum er að ræða sem ekki er hægt að útskýra með venjulegri mannvonsku. þarna liggja gífurlegir valdahagsmunir að baki. Manna sem meðal annars beita atvinnukúgun til að verja sína hagsmuni. Mansalsvinnumiðlanir blikna í samanburði við slíka fúlmennsku sem þú blessar og styður með þessum skrifum um WOW og Pírata og núna hina nýju verkalýðsforystu.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.10.2018 kl. 15:20
Ég misfór með nafn Sigurjóns hér að ofan. Hann heitir sem sagt Sigurjón Magnús Egilsson - en ekki Már að millinafni. Biðst afsökunar á þessu.
Hvað Jóhannes Laxdal varðar get ég ekkert hjálpað. Aðeins ítrekað það sem ég hef áður sagt; ég er ekki á launum við bloggskrif. Þetta er tómstundaiðja og þátttaka í almennri þjóðfélagsumræðu.
Vinstrimenn eru viðkvæmir fyrir gagnrýni um misferli á fjármunum sem þeim er treyst fyrir. Er ekki annars gott veður úti?
Páll Vilhjálmsson, 7.10.2018 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.