Stundin kemur ekki út - engin eftirspurn

Prentútgáfa Stundarinnar kom ekki út í gær, frestað um viku að sagt er. Stundin er gefin út fyrir Pírata og Samfylkingu en stuðningsfólk þessara flokka eru hvað líklegastir til að fylgjast ekki með fréttum, samkvæmt könnun MMR.

Ríkisstjórnin hyggst veita 500 milljónum í stuðning við fjölmiðla. Tilgangsleysi slíks stuðnings blasir við þegar um er að ræða fjölmiðla sem svara engri eftirspurn.

Ríkið heldur úti RÚV en þangað leita sífellt færri eftir fréttum. Í stað ríkisstuðnings er nærtækara að halda aftur af fjármunum til RÚV og láta markaðnum um að ákveða hvaða fréttamiðlar fá áheyrn - og þar með tekjur af auglýsingum og áskriftum.


mbl.is Fréttir oftast sóttar á fréttavefi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjörlega sammála þér Páll.

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.9.2018 kl. 17:29

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Styrkur til fjölmiðla á að vera til að vega upp á móti RÚV annars vegar og alþjóðlegum fréttaveitum hins vegar. Tilgangleysi þess að dæla peningum í að vega upp á móti alþjóðlegum fréttaveitum er augljóst. Styrkurinn er svo gríðarlega ójafn. Og hvað RÚV varðar, er ekki miklu einfaldara að leggja það bara niður? Þá þarf enga styrki til hinna.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.9.2018 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband