Nei, Skúli, engin ríkisábyrgð fyrir WOW

WOW er glæsilegt félag á barmi gjaldþrots. Nú vill forstjórinn Skúli Mogensen fá ríkisábyrgð á skuldum félagsins. Ríkisábyrgðin verður ekki véluð á alþingi, það væri dautt mál, heldur með baktjaldamakki við bankakerfið, sem er að mestu ríkisrekið.

Skúli er snjall markaðsmaður. Líklega er hann með hreðjatak á lífeyrissjóðakerfinu, sem leggst á árarnar með honum að kría út ríkisábyrgð. Slægð markaðsmannsins er að gera WOW of stórt til að falla. Þar með opnast ríkissjóður til að halda ævintýrinu áfram á kostnað almennings.

WOW er einkaframtak sem skal standa og falla á frjálsum markaði. Markaðurinn ýmist umbunar eða refsar. Ef WOW fær ríkisábyrgð er markaðslögmálum kippt úr sambandi. Einkareksturinn verður ríkisvá.

Tíu ár eru frá bankahruninu. Stjórnvöld verða að sýna að þau lærðu sína lexíu. Og harðneita allri ríkisábyrgð á áhætturekstri.  

 


mbl.is Vongóðir um fjármögnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er hann ekki bara að selja sig/flugjöldin of ódýrt?

Jón Þórhallsson, 12.9.2018 kl. 08:03

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hann gæti prófað að reykja hass í beinni eins og Musk.

Eða bara verið páfuglinn áfram.

Gunnar Rögnvaldsson, 12.9.2018 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband