Föstudagur, 13. júlí 2018
Trump er grískur guð Evrópu
Ilíonskviða Hómers segir frá umsátri Akkea (Grikkja) um Trójuborg. Í tíu ára stríði veitti ýmsum betur, Akkeum eða Tróverjum, og fór það eftir atfylgi guðanna. Seifur Kronusson var æðstur guða og munaði mest um málafylgju hans. Donald J. Trump er Seifur Evrópu samtímans.
Þjóðverjar kvarta undan þráhyggju Trump gagnvart sér og skipta út flóttamannastefnu til að þóknast yfirvaldinu. Á Nató-fundi keppast börn Evrópu að gera Trump Kronussyni til geðs. Myndræn framsetning á yfirburðum Trump er að leiðtogi ESB, Jean Claude-Juncker, birtist draugfullur og ósjálfbjarga á Nató-fundinum. Meiri andstæður er ekki hægt að hugsa sér. Ógangfært drukkið gamalmenni á móti tápmiklum grískum guð.
Í Bretlandi situr mærin May á kné forsetans og biður um leyfi til framhaldslífs sem forsætisráðherra. Trump hallar sér glókollinum Boris Johnson. Borgarstjóri Lundúna ætlaði að gera guðagrikk með útblásinni dúkkumynd. Borgarstjórinn gerir Breta að börnum, segir dálkahöfundur Telegraph.
Eftir að hafa lagt Evrópu að fótum sér heldur Trump Kronusson til Rússíá og hittir þar fyrir Pútín. Í samlíkingu við grísku goðafræðina er Pútín Hera eiginkona Seifs. Hera fer sínu fram, viðurkennir Seifur í Ilíonskviðu.
Segir Brexit gera út um verslunarsamning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú hlýtur grikklandseyjafræðingurinn Egill að fá hiksta.
Ragnhildur Kolka, 13.7.2018 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.