Laugardagur, 10. mars 2018
Hvað varð um krónur Þorgerðar Katrínar?
ESB-sinninn og evru-aðdáandinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi formaður Viðreisnar er hvorki meðvirk né íhaldssöm heldur frjálslynd. Hún segir þetta um íslensku krónuna:
Íslenskri þjóð þykir vænt um krónuna sína, það á hana jú enginn annar í heiminum. Hún er líka fín meðan þú átt hana og allt er í lukkunnar velstandi. Um leið og þú skuldar hana er hún hins vegar slóttug og jafnvel ofbeldisfull. Hún hefur valdið meiri efnalegum mismun milli þeirra sem hafa aðstöðu til að standa utan krónuhagkerfisins og hinna sem eru bundnir innan þess.
Athyglisverð orð. Einhverjar krónur eignaðist Þorgerður Katrín um ævina. Krónur Tobbu Kötu voru sumar á sveimi í Kaupþingi í kringum hrunið. Þær voru að hluta eign en að hluta skuld. Hvað varð um þær krónur? Kom einhver meðvirkni við sögu þegar krónueignin var gerð upp?
Krónan fín meðan þú átt hana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Sumum ferst .en öðrum ekki " frú Katrin ...
rhansen, 10.3.2018 kl. 15:37
Já maður líttu þér nær. Kvislingar eru ekki í uppáhaldi hjá öllum.
Halldór Jónsson, 10.3.2018 kl. 21:33
það er eitthvað athugunarvert við Þorgerði, segir í dag en annað á morgun, gæti verið að hún sé heilasködduð?
Hörður Einarsson, 10.3.2018 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.