Stjórnlyndi vex, lýðræði dofnar

Lýðræði er skásta stjórnskipunin en ekki sú besta. Rökin eru þau að besta stjórnskipunin sé ekki enn fundin upp og verður sennilega aldrei. Lýðræðið er veikt fyrirkomulag, þolir illa öfgar eins og sást í Þýskalandi á millistríðsárunum.

Lýðræði á í vök að verjast í ríkjum þar sem það stóð aldrei sterkt, t.d. Kína, Rússlandi og Tyrklandi. En jafnvel í heimshlutum sem búa að langri lýðræðishefð, Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu, stendur lýðræðið höllum fæti. Trump yrði seint sagður lýðræðissinni, þótt hann sé lýðræðislega kjörinn. Evrópusambandið er ekki háborg lýðræðisins heldur embættismannaveldis.

Svo öfugsnúið sem það hljómar er framgangur algildra mannréttinda ein ástæða þess að lýðræðið veikist. Algild mannréttindi valdefla einstaklinginn, sérþarfir hans og sérvisku, en grafa undan því sammannlega, samfélaginu. Lýðræði þarf samfélag sem styðst við sameiginleg grunngildi. Ef einstaklingarnir eru hver og einn heimur út af fyrir sig, og það er æ minna sem sameinar þá, verður lýðræðið því merkingarlausara.

Lýðræði er ekki af eða á fyrirkomulag heldur bæði og. Lýðræðisríki viðurkenna að valdið komi frá almenningi og að valdhafar séu þjónar og eiga að standa skil á ábyrgð sinni.

Stjórnlyndi vex eftir því sem lýðræðið dofnar. Í stjórnlyndu samfélagi, sem þarf ekki endilega að vera einræði eða alræði, er meginstraumur valda ekki frá almenningi til ríkisstjórna heldur flýtur valdið í öfuga átt; yfirvöld eru forráðamenn, líkt og foreldrar barna sinna. Yfirvöld eru ekki þjónar almennings heldur ábyrgðarmenn almannaheilla.

Sagt beinskeytt: einstaklingsfrekja síðustu áratuga býr í haginn fyrir harðara yfirvald. Skrattinn hitti ömmu sína.


mbl.is Getur verið forseti Kína fyrir lífstíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

í þessum ágæta Sunnudags pistli þekkjum við taktinn okkar.Væri ráð að kjósa forseta fyrir lífstíð? Nei en vandaða Stjórnarskrá nær óbreytta,aðeins færða í stílinn?--Í stórlynda samfélaginu okkar,skiptast menn í hægri vinstri,en pistillinn fjallar ekki um það núna.

Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2018 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband