Sunnudagur, 4. mars 2018
ESB verði nýtt Rómarveldi, boðar Blair
Evrópusambandið er veikt vegna metnaðarleysis. ESB var stofnað til að halda friðinn í Evrópu, en það er of lítilmótlegt verkefni. Sambandið þarf að hverfast um völd, efla sig á kostnað nágranna sinna.
Á þessa leið er greining Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Breta. Næstu nágrannar ESB, sem einhverju máli skipta, eru Rússar í austri og múslímar í suðri. Nú þegar er ESB í staðgenglastríði við Rússa í Úkraínu og flóttamannastríð geisar á Miðjarðarhafi þar sem múslímar keppast við að senda sitt fólk inn í evrópska velferð, Evrópubúum til armæðu.
Söguleg valdapólitísk fyrirmynd ESB er Rómarveldi. Á lýðveldistíma sigruðu Rómverjar Karþagómenn í Norður-Afríku og urðu herrar Miðjarðarhafsins. Múslímaríkin eru Karþagó nútímans. Á austurlandamærum Rómar voru Germanir, sem aldrei tókst að knésetja. Germanir höfðu að lokum betur og lögðu undir sig vest-rómverska ríkið í lok fimmtu aldar. Rússar eru Germanir nútímans.
Margan skriffinn í Brussel dreymir eflaust um ESB-Róm. ESB verður samt alrei nýtt Rómarveldi. Hvorki er áhugi meðal almennings í Evrópu að valdefla Evrópusambandið né fyrir hendi frumforsendan sem gerði slíka samstöðu mögulega. Evrópa á enga latínu til að túlka sameiginlega hagsmuni. Án sameiginlegs tungumáls verður ekki til sameiginleg pólitík, nema kannski rétt á yfirborðinu.
Þegar öllu eru á botninn hvolft er Tony Blair einungis að biðja ESB að verða meira sexý fyrir Breta. Og það er enn langsóttara en að ESB verði nýtt Rómarveldi.
Friður ekki málið í dag heldur völd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ER ÞETTA BÁKN EKKI LIKA EINS OG HUGMYNDAFRÆÐI HITLERS ?
Erla Magna Alexandersdóttir, 4.3.2018 kl. 19:12
Ég veit ekki Páll. Var áberandi menningarmunur Karþagó og Róm? Þar voru engir arabar fyrr en löngu seinna.
Mér finnst líkingin með Rómarveldi ekki passa alls kostar. Í mínum huga er Vestur-Evrópa Vest-rómverska ríkið og og Austur-Evrópa hið Aust-rómverska . Hnignunin er ekki jafn langt komin.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 4.3.2018 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.