Jóhanna: tímabundinn vandi vinstrimanna - í 88 ár

Íslenskir vinstrimenn klofnuðu í tvo flokka árið 1930 þegar kommúnistar klufu sig úr Alþýðuflokknum. Þetta var á meðan Stalín var við völd í Sovétríkjunum og áður en Hitler varð kanslari í Þýskalandi. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrsti forsætisráðherra vinstristjórnar á lýðveldistíma, telur klofning vinstrimanna tímabundinn.

Alþýðuflokkurinn fékk að taka þátt í mótun velferðarríkisins í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Á meðan voru kommúnistar/sósíalistar, síðast alþýðubandalagsmenn, oftast í stjórnarandstöðu og héldu Alþýðuflokknum við efnið, einkum á sviði verkalýðsbaráttu og fyrir þjóðfrelsi og fullveldi.

Samfylkingin tók við af Alþýðuflokknum um aldamótin og gerði þau mistök að hætta alfarið verkalýðsbaráttu og gerast ESB-flokkur. Þar með skilgreindi Samfylkingin sig bæði frá Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum, sem eru arftakar Alþýðubandalagsins.

Nú boða bæði Jóhanna og sitjandi formaður Samfylkingar, Logi Einarsson, að Samfylkingin eigi að færa sig til vinstri í pólitíska litrófinu. Ef flokkurinn fylgir þeirri línu er rökrétt að innan fárra ára muni Samfylkingin sækja um að verða sérstakt aðildarfélag Vinstri grænna.

Ef Logi flýtir sér gæti Samfylkingin orðið vinstri græn áður en tímabundinn vandi vinstrimanna fyllir 100 árin.


mbl.is Jóhanna: VG villtist tímabundið af leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Hefur Jóanna sjálf einhvern tímann ratað rétta leið?

Hrossabrestur, 4.3.2018 kl. 09:33

2 Smámynd: Hrossabrestur

leiðr. Hefur Jóhanna sjálf einhvern tímann ratað rétta leið?

Hrossabrestur, 4.3.2018 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband