Sunnudagur, 4. febrúar 2018
Dagskrárvald Samfylkingar og Pírata - með aðstoð RÚV
Samfylking og Píratar eru samstíga í tilraunum til að lama alþingi. Jón Þór pírati viðurkennir að baráttan sé um dagskrárvaldið á alþingi.
Helga Vala Helgadóttir Samfylkingarþingmaður kallar eftir því að umboðsmaður alþingis komi til liðs við stjórnarandstöðuna í baráttunni um dagskrárvaldið. Yfirráðin yfir dagskrárvaldinu skal nota til að flæma dómsmálaráðherra úr embætti.
Fyrir í liði stjórnarandstöðunnar er RÚV sem birtir fréttir um að ,,komi dómsmálaráðherra illa út" í umræðunni skuli ráðherra víkja. Dagskrárvaldið í umræðunni utan alþingis er stórum hluta hjá RÚV, sem dælir hlutdrægum fréttum yfir landslýð í útvarpi, sjónvarpi og á netinu allan sólarhringinn alla daga ársins.
Nefndin íhugar að hleypa umboðsmanni að | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
SF og Píratar hafa sameiginlega aðeins 13 þingmenn í stjórnarandstöðu, aðrir stjórnarandstöðuflokkar samtals 15 þingmenn. Er ætlast til að umboðsmaður styðji minnsta hluta af minnihluta á þingi?
Kolbrún Hilmars, 4.2.2018 kl. 17:03
Samfylkingin stjórnar ekki einungis öllum hugsunum hægriöfgakarla og -kerlinga, heldur öllum heiminum.
Þorsteinn Briem, 4.2.2018 kl. 17:30
Er ekki frá því að þetta sé rétt hjá þér, Steini Briem, bý enda í höfuðborginni...
Kolbrún Hilmars, 4.2.2018 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.