Sunnudagur, 28. janúar 2018
Fallið á kné fyrir Trump
Trump kom, sá og sigraði í Davos, samkvæmt frásögn Die Welt sem segir forstjóraelítuna hafa fallið á kné fyrir Bandaríkjaforseta. New York Times kveður alþjóðahagkerfið taka við sér. Leiðtogar vestrænna ríkja leita í smiðju skattabreytinga Trump til að styrkja sín hagkerfi.
Úr röðum vinstrimanna heyrast þær raddir að líklega var ofmælt að lýðræðið væri farið í hundana með forsetakjöri Trump fyrir rúmu ári.
Ef fram heldur sem horfir líða ekki margar vikur þangað til að almannarómur tekur undir Trump að fjölmiðlar séu full iðnir við falsfréttir.
Athugasemdir
Núúú? Samkvæmt DDRÚV var aðeins eitt fréttnæmt af fundinum og það var að búú-að hafi verið á Trump.
Ragnhildur Kolka, 28.1.2018 kl. 11:46
Þessar fréttir koma mér á óvart. Ég hlusta á ruv og þeir sögðu mér að Donald hefði mætt miklu mótlæti með púúúi.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.1.2018 kl. 12:54
Almannarómur á Íslandi er nú þegar á því að DDRÚV sé full iðinn við pólitískar fals fréttir.
Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2018 kl. 02:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.