Dómurinn sem drap vinstristjórnina

Vinstristjórn Jóhönnu Sig. stóð höllum fæti í janúar 2013. ESB-umsóknin hafði verið lögð á ís um áramótin og stjórnarskrármálið hreyfðist ekki spönn frá rassi.

En það var EFTA-dómstóllinn sem endanlega drap Jóhönnustjórnina fyrir fimm árum upp á dag. Eftir að Icesave-dómurinn féll Íslendingum í vil og þar með reyndist allt rangt sem þau Jóhanna, Össur og Steingrímur J. sögðu um ábyrgð Íslendinga á skuldum einkabanka.

Nokkrir einstaklingar urðu fyrir verulegum álitshnekki með dómnum, t.d. hagfræðingarnir Þórólfur Matthíasson og Gylfi Magnússon sem boðuðu að Ísland yrði Kúba norðursins ef þjóðin axlaði ekki ábyrgðina á Icesave.

Framsóknarflokkurinn og formaður hans, Sigmundur Davíð, voru sigurvegarar Icesave-málsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 94/19/EB frá 30. maí 1994 um innlánatryggingakerfi, 3. undirliður 2. mgr. 3. gr:

"kerfið má ekki felast í tryggingu sem aðildarríkin sjálf eða héraðs- og sveitarstjórnir veita lánastofnun"

Það hlýtur að vera rannsóknarefni í sjálfu sér hversu alvarlegur skortur á almennum lesskilningi opinberaðist í þessu tiltekna máli.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2018 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband