Benedikt og biðsalur dauðans

Einn helsti talsmaður ESB-sinna á Íslandi, stofnandi og fráfarandi formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, viðurkennir að EES-samningurinn sé biðsalur dauðans. Benedikt skrifar í blað Davíðs Oddssonar og endurbirtir á heimasíðu sinni:

EES var í upphafi hugsað sem biðstofa fyrir fulla aðild að Evrópusambandinu,

ESB-sinnar neita þráfaldlega fyrir það að EES-samningurinn sé biðsalur. Þeir sem þekkja verklag ESB vita að samningurinn er í reynd tímabundinn. Annað tveggja ganga þjóðir fyrir björg, afsala sér fullveldinu og taka áhættuna af grískum harmleik, eða þær þakka fyrir sig og segja upp EES-samningnum.

Hrakfallabálkar vinna oft þurftarverk í óförum sínum. Takk, Benedikt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 En Langhala-Jón,

sem lét eins og flón

þvældist um Evrópu fullur.

 Eru allir búnir að gleyma vísunni?

Halldór Egill Guðnason, 22.1.2018 kl. 01:15

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér skrökvar Benedikt eins og honum er vísa. Aldrei var það kynnt né samþykkt að EES væri einhverskonar forleikur fyrir inngöngu í EES. Þetta bandalag var selt sem viðskipta og tollabandalag og ekkert annað á sínum tíma.

Það er reyndar fyrir löngu komið að því að kúpla sig út úr þessari samvinnu, þar sem allar upphaflegar forsendur eru brostnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2018 kl. 07:23

3 Smámynd: Gísli Gíslason

"Biðsasalur dauðans" !! Mikið er þetta ósmekkleg grein að tala um ESB eins og dauða.   En það virðist vera að tilgangur helgi meðalið að rakka niður ESB.   

Gísli Gíslason, 25.1.2018 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband