Vantraustið er innan ASÍ

Verkalýðshreyfingin hefur aldrei verið valdameiri en hún er í dag. Ekki aðeins gerir hún valdatilkall á stjórnvöld og fær áheyrn heldur stjórnar verkalýðshreyfingin í gegnum lífeyrissjóði mörgum stærstu fyrirtækjum landsins.

Skyldi ætla að verkalýðshreyfingin væri nokkuð sátt við sinn hlut.

En það er öðru nær. Í verkalýðshreyfingunni er hver höndin upp á móti annarri. Formaður VR sakar forseta ASÍ um launráð og sjómenn og landverkafólk í Grindavík segja sig úr ASÍ á einu bretti.

Vantraustið innan ASÍ er vandamálið, ekki að það skorti á traust milli verkalýðshreyfingar og stjórnvalda.


mbl.is Mikið vantraust á milli aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband