Ljótar aðfarir eftir 2008/2009

Aðförin að heimili Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur er óverjandi. Andrúmsloftið í samfélaginu eftir hrun var eitrað og þó nokkur dæmi um að fólk færi yfir strikið í mótmælum.

Taumhaldið sem að jafnaði heldur aftur af löngun fólks að jafna sakirnar við þá sem eru í valdastöðum var slakt mánuði og misseri eftir hrun.

Aðförin að heimili Steinunnar Valdísar var sérstakt. Í bloggi fyrir fjórum árum var skrifað:

Af ástæðum sem ekki eru fyllilega skýrðar urðu kröfur um afsögn Steinunnar Valdísar háværari en gagnvart öðrum þingmönnum sem mátti þola að mótmælendur gerðu umsátur um heimili hennar. Steinunn Valdís var ein um að segja af sér í þessari snerru vorið 2010.

Sú spurning vaknar hvort mótmælin í eftir-hruninu hafi öll verið sjálfssprottin. Áður hefur komið fram að auðmenn keyptu sér ,,bloggher" m.a. fyrir milligöngu Gunnars Steins almannatengils. Í tilfelli Steinunnar Valdísar voru ýmsir sem höfðu hag af því að mótmæli beindust fremur að henni en öðrum.

Kurlin eru ekki öll komin til grafar.


mbl.is „Öskureið að rifja þetta upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

 Hér var t.d. einn bloggari sem talað sterkt á þessu tímabili og var ekki að dragar úr æsingi fólks gagnvar Steinunni á þessum tíma.

"

Steinunn Valdís stækkar, Gulli minnkar

Páll Vilhjálmsson | 27. maí 2010

Steinunn Valdís tekur skrefið sem er rökrétt í framhaldi af umræðu í samfélaginu um að þeir sem þáðu útrásargull í óhófi til að fjármagna prófkjörsbaráttu segi af sér trúnaðarstöðum. Steinunn Valdís sótti hvað stærstu fjárframlögin til útrásaraðila og

Steinunn og Gulli í flokksskjóli

Páll Vilhjálmsson | 27. maí 2010

Styrkjadrottning Samfylkingarinnar Steinunn Valdís skýlir sér á bakvið styrkjakóng Sjálfstæðisflokksins Guðlaug Þór og hann beitir sömu aðferð. Bæði njóta þau skjóls af flokkunum sem þau tilheyra. Þetta heitir samsúrruð spilling sem eyðileggur traust

Útrásarlík í lest S-flokka

Páll Vilhjálmsson | 1. maí 2010

Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Samfylking hafa með trúverðugum hætti hreinsað út forystulið sem er nátengt útrásaröfgum. Bæði Steinunn Valdís og Guðlaugur Þór sitja í flokksskjóli á þingi. Stjórnmálasannfæring þeirra var margseld fjármálastofnunum og

Steinunn Valdís staðfestir útrásarspillingu Samfylkingar

Páll Vilhjálmsson | 25. apríl 2010

Samfylkingin var á spena auðmanna, einkum Jóns Ásgeirs Baugsstjóra, og tók inn styrki á nokkrum kennitölum til að fela slóðina. Steinunn Valdís Óskarsdóttir styrkjadrottning Samfylkingarinnar veit sem er að flokkurinn getur ekki knúið hana til afsagnar

Baugsafneitun Samfylkingar

Páll Vilhjálmsson | 20. apríl 2010

Samfylkingin var í bandalagi með Baugi frá 2003 þegar Jón Ásgeir Baugsstjóri ákvað að Davíð Oddsson forsætisráðherra væri Þrándur í Götu útþenslu Baugsveldisins. Jón Ásgeir og Samfylkingin sameinuðust um að grafa undan forsætisráðherra með öllum tiltækum

Baugsfylkingin stendur undir nafni

Páll Vilhjálmsson | 22. apríl 2009

Jóhanna Sigurðardóttir var á Baugsspenanum sem og Steinunn Valdís og Helgi Hjörvar. Björgvin G. Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra var kallaður inn á teppið hjá Jóni Ásgeiri forstjóra Baugs þegar Seðlabankinn tók yfir Glitni. Þingmenn og ráðherrar"

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.12.2017 kl. 22:17

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

MHB

Þú bregst okkur ekki frekar en fyrri daginn, sannar það með reglubundnum hætti að þú lest þér sjaldnast til gagns.

Það má alveg rifja upp í sambandi við aðför að stjórnmálamönnum að DDRUV í félagi við svokallaðan blaðamann gerði ljóta aðför og æsti upp með skilvirkum hætti dögum og vikum saman upphlaup og aðsúg í raun að Sigmundi Davíð, sem að samanlögðu hröktu hann úr embætti.

Sama má segja um skefjalaust ofbeldi gagnvart Bjarna Benediktssyni um margra mánaða skeið, sem náði hæstum hæðum vitanlega vikurnar fyrir kosningar. Kjósendur létu sem betur fer fáir blekkjast í því.

Þá minnist ég þess þegar fyrrum forstjóri útlendingastofnunar lenti í þessum gömmum, það hentaði ekki góða gáfaða fólkinu að hann vildi vinna vinnuna sína eftir lögum og reglugerðum, þá voru gerð hróp að honum á athugasemdakerfum fjölmiðla, í fjölmiðlum sjálfum og gekk svo langt að það var búið að hvetja til þess að múgurinn fylkti sér að heimili hans með barefli. Það kom á endanum, að mig minnir, ekki til þess að það yrði úr þeirri blys- og bareflisför svo nokkru næmi.

Dómstóll göturæsisins er ekki réttvís dómstóll, svo mikið er víst. Sá dómstóll er með aðal vitnio sitt hana Gróu á Leiti og yfirdómari er Leppalúði.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.12.2017 kl. 01:54

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Taumhaldið sem að jafnaði heldur aftur af löngun fólks í valdastöðum til að taka sérhagsmuni fram yfir hagsmuni almennings var líka óeðlilega slakt mánuði og misseri fyrir og eftir hrun og er það reyndar enn.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.12.2017 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband