Föstudagur, 3. nóvember 2017
Siðlaus minnihlutastjórn
Einn þingmaður Pírata ætlar ekki að styðja mögulega ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur þar sem stjórn Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknar er ekki með meirihluta kjósenda á bakvið sig.
Eins og aðrir Píratar er Björn Leví prinsippmaður. Hann segir siðleysi að meirihluti á alþingi komi í stað meirihluta kjósenda. Flokkarnir 4 eru með 32 þingmenn að baki sér. En mínus Björn Leví er stjórnin þegar komin í minnihluta - áður en hún er mynduð.
Þar með yrði vinstristjórnin i tvöföldum minnihluta, bæði á alþingi og meðal þjóðarinnar. Tvöfeldni vinstrimanna verður ekki skýrari.
Verður þetta minnihlutastjórn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.