Femínismi er valdahyggja

Hlutfall karla og kvenna á alþingi er 60/40 körlum í vil. Hlutfall karla og kvenna í háskólanámi er 63/37 konum í vil.

Enginn femínisti lætur sig varða afmenntun karla í samanburði við konur. En þær stökkva fram og vilja nýtt kvennaframboð þegar hallar á konur á alþingi.

Hvers vegna?

Jú, vegna þess að femínismi er fyrst og síðast hugmyndafræði til að sækja völd, ekki til að stuðla að jafnrétti.


mbl.is Ræða mögulegt kvennaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ástæða kvenna fyrir að draga sig frá stjórnmálum er óvægin og siðlaus umræða skeiniblaðanna og samfélagsmiðlar sem hafa verið teknir yfir af tourettesjúku fólki. Engin manneskja með þokkalega sjálfsvirðingu lætur bjóða sér að einkalíf fólks sé haft ofan á brauð af svona fólki. Konur eru næmari en karlar yfirleytt og halda sig fjarri. Sjálfskipaðar málpípur feminista og sjálfshelgunargoð pólitískrar rétthugsunnar fá venjulegar manneskjur til að halda sig fjarri þeirri ormagryfju.

Sóley mun komast að sannleikanum ef hún skellir í framboð. Hún er einn sísti fulltrúi íslenskra kvenna, en hún mun kannski ganga frá VG í leiðinni, sem er ágætt.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2017 kl. 20:05

2 identicon

Allir svokallaðir "minnihluta" hópar, eru fyrst og fremst að skapa sér forréttindi.

Þú getur ekki álasað þeim það, en þú getur álasað "fávitunum" sem veita þessi forréttindi.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.10.2017 kl. 20:22

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kona "sem varð fyrir því, að eignast son", getur trauðla talist kyndilberi jafnréttis.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.10.2017 kl. 21:43

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Samkvæmt því sem Páll skrifar er ekki langt á milli Islamisma og Feminisma. Bæði valdahreyfingar og drottnunarkerfi, ekki réttlætiskerfi.

Halldór Jónsson, 30.10.2017 kl. 22:00

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er hlálegt að sjá vælið yfir því að konum gangi betur við að mennta sig en karlar en telja það jafnframt vera sókn kvenna eftir forréttindum að hrófla við því karllæga valdakerfi í fjármálum og stjórnmálum þjóðarinnar sem lítið lát virðist á. 

Ómar Ragnarsson, 30.10.2017 kl. 23:59

6 Smámynd: Egill Vondi

Ómar, Páll einmitt að benda á að það sé hlálegt hjá feministum að telja það vera "karllægt valdakerfi" að konum gengur verr að komast á þing en telja það vera "væl" að benda á að fleiri konur séu í háskóla. Það eru einmitt feministar sem telja sig vera málsvarar jafnréttis, eða hvað? Punkturinn er sá að feminisminn snýst um valdapólitík en ekki jafnrétti, alveg sama hversu mikið gangnleir bjánar rembast við að endurtaka gömlu kreddurnar.

Egill Vondi, 31.10.2017 kl. 07:38

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Elskuleg konan mín gerir miklu betri mat en ég og hún ræktar fjölskyldu og vina sambönd mun betur en ég.  

Ég er hinsvegar mun betri í að byggja hús, halda þeim við og lagfæra, það sama á við um bíla.

Hún keyrir engu verr en ég þó hún fari aldrei yfir áttatíu nema fyrir mistök. Þess vegna þá keyri ég landshluta á milli, það tekur styttri tíma, jafnvel svo munar sólarhringum.

,    

Hrólfur Þ Hraundal, 31.10.2017 kl. 07:54

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Háskólanemar setja ekki lög í landinu eða samþykkja fjárlög.

Páll er bara svona gamaldags íhald sem finnst allt í lagi að mun fleiri kallar en konur sitji á löggjafaþingi Íslendinga og finndist sjálfsagt allt í góðu ef ástandið væri eins og fyrir 40 árum, þegar konur á þingi mátti telja á fingrum annarrar handar. 

Skeggi Skaftason, 31.10.2017 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband