RÚV er hlutdrægur fjölmiðill

RÚV stundar hlutdræga fréttamennsku, ekki annað slagið vegna mistaka, heldur reglulega í þágu vinstristjórnmála. Dæmin eru mýmörg síðustu ár.

Í nýafstaðinni kosningabaráttu tók RÚV þátt í að klekkja á Sjálfstæðisflokknum með endurflutningi á fréttum Stundarinnar þar sem meira en tíu ára gömul viðskipti formanns Sjálfstæðisflokksins voru gerð tortryggileg. Þar varð einbeittur vilji til að þjóna pólitískum hagsmunum settur framar hlutlægri fréttamennsku.

RÚV fellur reglulega í þann pytt að gera eina fjöður að fimm hænum. Eitt afbrigðilegasta dæmið síðustu vikur er þegar RÚV komst að þeirri niðurstöðu að ,,dulúð" léki um skattaframtal Sigmundar Davíðs og eiginkonu hans.

,,Hverjir vilja vinna með Katrínu Jakobsdóttur? Réttið upp hönd"-spurningin á lokakvöldi kosningabaráttunnar var tilraun RÚV til að lyfta formanni Vinstri grænna upp í pólitískt hásæti.

Á fréttastofu RÚV er ráðandi pólitísk vinstrimenning sem er faglegum metnaði yfirsterkari.


mbl.is Ólík afstaða kjósenda til RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Svo má skoða forsetakosningarnar, þar sem Halla Tómasdóttir fékk nánast enga umfjöllun fyrr en undir blálokin en við það fór fylgi hennar úr 9% upp í 27% 

Það var greinilegt að Guðni átti að vinna í þeim kosningum, hann var FRÚ að skapi. Guðni er vel að starfinu komin en .....

Jörundur Þórðarson, 31.10.2017 kl. 08:10

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðni getur þakkað Sigmundi fyrir embættið, því hans komst á blað og var hvattur áfram af ruv þegar hann var aðalálitsgjafi fréttastofu ruv í aðförinni að Sigmundi.

Eitt myndi ég annars vilja fá yfirlit yfir, en það er hversu oft Eiríkur Bergmann hefur verið sóttur til álits undanfarið ár, svona miðað við aðra. Það er nánast sama hver efnið er, alltaf er Eiriíkur mættur í settið alvitur um allt milli himins og jarðar.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2017 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband