Sigmundur Davíð tekur sviðið

Tveim dögum fyrir kosningar er Sigmundur Davíð orðinn brennipunktur umræðunnar. Miðflokkurinn er í færi að verða þriðji stærsti flokkur landsins.

Sigmundur Davíð hugsar í stórum lausnum og á feril að baki sem sýnir að það eru ekki orðin tóm. Í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs var gert upp við þrotabú föllnu bankanna þannig að ríkissjóður stóð eftir með fullar hendur fjár. Umsátri vinstristjórnar Samfylkingar og Viðreisnar um heimili landsmanna var aflétt með skuldaleiðréttingunni.

Og sem fyrr hamast vinstrimenn á Sigmundi Davíð fyrir að vera allt það sem þeir eru ekki: lausnamiðaður bjartsýnismaður.


mbl.is Verði ekki hægt að misnota kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Sigmundur Davíð stóð við orð sín þá hann komst í stjórn, en var af samherjum sínum hrakin á braut vegna öfundar þeirra og ótta um sitt eigið stöðufall og RUV lá ekki á liði sínu frekar en endranær þá vit og ærleg heit eru eru höfðí ofar í spilunum.   

Hrólfur Þ Hraundal, 26.10.2017 kl. 09:27

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þessi samningur milli Kaupþings og Arion var nú nokkuð ræddur á Alþingi í vor og ef Sigmundur hefði bara MÆTT Í VINNUNA þá hefði hann kannski áttað sig á því þá að þessi forkaupsréttur sem hann talar um VARÐ ALDREI VIRKUR. Og er auðvitað enn síður virkur núna 8 mánuðum síðar.

Þetta kemur ágætlega skýrt fram m.a. í minnisblöðum frá lögfræðingum Fjármálaráðuneytisins. Hefur Miðflokkurinn annars borið þessa hugmynd sína undir EINHVERN lögfræðing??  Eða það þarf kannski ekki þegar formaðurinn er snillingur sem veit allt best sjálfur.

(Og EF þetta væri hægt þá eru hagfræðingar sammála um að þetta væri ekki sniðug aðgerð.)

Skeggi Skaftason, 26.10.2017 kl. 10:11

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mikið er ég sammála ykkur Páll og Hrólfur. Stjórnmálaelítunni stafar stuggur af Sigmundi Davíð, þar fer maður sem hefur sannað að hann ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti og það meir en nokkur annar sem í framboði er.

Að mínu mati yrði það happafengur fyrir þjóðina komist SDG í þá stöðu að leiða næstu ríkisstjórn og þá helst með Sjálfstæðisflokknum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.10.2017 kl. 13:18

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Skeggi Skaftason.

Þekkir þú tvo hagfræðinga sem eru sammála og eru í sitt hvorum stjónmálaflokknum?

Hagfræðingar eru upp til hópa, bestir í eftirá skýringum.  Þeir ættu að skrá sig í félag sagnfræðinga og geta setið þar í hliðarvagni sem HAGFRÆÐILEGIR SAGNFRÆÐINGAR og væru þá akkúrat í réttri skúffu.

Svo er ekki annað hægt að dást af elju þinni við að tala illa um SDG og það segir manni ekkert annað en að þú dauðöfundar manninn á snilli hans.

Vonandi verður þú birgur af hjartastyrkjandi á kosninganóttinni.

Benedikt V. Warén, 26.10.2017 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband