Hófleg launahækkun eða verðbólga

Laun eru há á Íslandi í dag, bæði í sögulegu samhengi og alþjóðlegum samanburði, samkvæmt greiningu Ólafs Margeirssonar hagfræðings. Á komandi vetri eru samningar margra hópa lausir. Valið stendur á milli hóflegra launahækkana eða verðbólgu, þegar innlendum kostnaði yrði ýtt út í verðlagið og gengið lækkaði.

Þótt samstarf aðila á vinnumarkaði, SALEK, lifi enn að nafninu til er góðæri síðustu ára illa nýtt í umræðu um réttláta skiptingu launa. Hvað á forstjóri að hafa í laun miðað við meðallaun í viðkomandi fyrirtæki? Hvert á mánaðarkaup kennara að vera í samanburði við meðallaun ASÍ-félaga?

Spurningum af þessu tagi er ekki svarað, spurningarnar eru ekki einu sinni settar fram. Tölurnar til að svara liggja fyrir. En enginn þorir að spyrja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Eftir hofdinu dansa limirnir. Althingi setti hversu hátt á ad

krefjast med thetta arfavitlausa kjararád sl. haust og

allir thingmenn thádu svo gott sem thegjandi og hljódalaust.

Einn haettulegasti afleikur sem gerdur hefur verid rétt

fyrir lausa kjarasamninga.

Thessi ríkisstjórn hefdi getad komid í veg fyrir

thessa arfavitlausu gerd,en gerdi ekki og vegna thess

mun allt loga thegar farid verdur ad semja.

Sigurður Kristján Hjaltested, 28.8.2017 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband