Trú, von og stríð

Orð halda heiminum nokkurn veginn í skorðum. Sum orð eru dýrari en önnur. Lýðræði, mannréttindi og fullveldi eru hátt skrifuð á meðan einveldi, guðleg forsjá og undirgefni seljast á hrakvirði. En ekki löngu síðan voru þau þrjú síðast töldu góð til síns brúks - að halda heiminum í skorðum.

Orð eru til alls vís. Þau bæði vekja til dáða og kæfa framtak og lífsvilja.

Orðahallæri þjakar heiminn upp á síðkastið. Orðin sem áður þóttu skýr og ótvíræð eru bitlaus. Orðin trú, von og kærleikur eru jafngömul tímatali okkar. Það liggur í loftinu að kærleikanum verði skipt út fyrir stríð. Hvorttveggja eru aðeins orð. En þau vísa í gagnólíkan veruleika.

Förum varlega með orðin. Þau eru mörg dýrkeypt.


mbl.is „Bera vott um brjálæði og ofstæki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband