Þúfan heima, Grænland og útlönd

Íslendingar byggðu Grænland fyrir þúsund árum og bjuggu þar að hætti norrænna bænda. Eftir að kólnaði á litlu ísöld lagðist íslenska byggðin af enda ekki lengur hægt að stunda þar búskap að íslenskum hætti.

Danir gerðu tilraun 1729 til að fá 40 til 50 íslenskar fjölskyldur að flytja til Grænlands. Kristrún Halla Helgadóttir segir frá tilrauninni í nýjasta hefti Sögu. Fyrstu viðbrögð Íslendinga voru jákvæð en eftir ígrundun drógu menn sig í hlé og vildu ekki fara.

Löngu síðar, á harðindakafla eftir miðja 19. öld, fluttu landlausar bændafjölskyldur, einkum af Norður- og Austurlandi, til vesturheims.

Íslendingar vilja gjarnan ferðast til útlanda en þeir fara helst ekki úr landi nema í nokkurri vissu um að komast heim aftur.

Þúfan heima er ávallt sú besta.


mbl.is Íslendingar flykkjast út úr landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það sannar undurfagur lofsöngur skálda í vesturheimi. 

Helga Kristjánsdóttir, 10.7.2017 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband