Auglýsingasalinn og fréttamaðurinn

Athugasemd Eiríks Jónssonar um Kastljósviðtal RÚV við Ólaf Ólafsson auðmenn lýtur að hæfi fréttamanna til að gegna skyldum sínum.

Fréttamenn, ekki síst RÚV-arar, gefa sig út fyrir að vera fulltrúar almennings og hafnir yfir hagsmunaárekstra.

Á fjölmiðlum er almenn regla að aðskilja auglýsingadeildir og ritstjórn. Ástæðan er auglýsingafólk selur fjársterkum aðilum aðgang að almenningi á meðan hlutverk ritstjórna er að veita þeim fjársterku aðhald, t.d. með gagnrýnni umfjöllun.

Í samskiptum auðmanna við fjölmiðla er alþekkt að keyptar séu auglýsingar sem birtast í formi frétta. Og fréttaauglýsingin er ekki endilega keypt á þeim miðli þar sem hún birtist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið, en þarf ekki að útskýra það nánar hvaða auglýsingu Ólafur Ólafsson var að kaupa fyrir annan fjölmiðil en RÚV með því koma í viðtal eins og við aðra fjölmiðla? 

Var hann að kaupa auglýsingu fyrir Fréttatímann, sem er orðinn gjaldþrota? 

Fjölmiðlar ræddu við Ólaf meira og minna og á að skilja það svo, að af því að Ólafur samþykkti að tala við þá, hafi fjölmiðlarnir gerst berir að brotum á fréttareglum með því að sauma að honum?

Viðtöl geta ekki farið fram nema að sá, sem rætt er við, samþykki það.  

Ómar Ragnarsson, 19.5.2017 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband