Töpuð vígstaða Viðreisnar

Viðreisn er stofnuð af óánægjufólki úr Sjálfstæðisflokknum er fylkti sér um ESB-málstaðinn, sem dó með Brexit. Hugmyndin að baki stofnun Viðreisnar var, eins og nafnið bendir til, að byggja brú til Samfylkingar.

Brúarsporður Samfylkingar er rústir einar og engar bjargir þaðan að fá. Eyjan/DV segir af óánægju þingmanna Viðreisnar með hve lítið mark er tekið á flokknum í stjórnarsamstarfi.

Trúverðugleiki stjórnmálaflokka ræðst af stöðu þeirra og framtíðarhorfum. Viðreisn mælist með um 5 prósent fylgi, veika málaefnastöðu og í algjöru sambandsleysi við ráðandi afl á vinstri vængnum, Vg. Af því leiðir er flokkurinn álíka marktækur og Samfylkingin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Viðreisn var stofnað af frekjum úr Sjálfstæðisflokknum sem tóku upp nánast sama taktinn og ESb'sinnar að hafa hátt og heimta. Þeir voru ekki komnir á þing þegar þeir funduðu á Austurvelli og fengu auðvitað alla athygli RÚV.sem tók upp ræðu formannsins,sem gekk út á ESB og Evru'upptöku. Ætli flokkur Sigundar Davíðs (ef af verður)fái viðlíka athygli. Sigundur er ekki líklegur að flennast niður á Austurvöll verði hann við áskorun þeirra sem vilja að hann stofni flokk,nema að þeir komist ekki fyrir í neinum sal á Íslandi. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.4.2017 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband