Fyrsta fórnarlambið í stríði er sannleikurinn

Eiturvopnaárásin i Sýrlandi er óupplýst. Bandaríkin og ESB segja Assad forseta ábyrgan, sem segir sig saklausan af ódæðinu. Á BBC segir Peter Ford, fyrrum sendiherra Bretlands í Sýrlandi, kaupir ekki ásakanir Bandaríkjanna og ESB.

Í stríði er sannleikurinn fyrsta fórnarlambið. Annað dæmi: stóra sprengjan sem Bandaríkjamenn notuðu í Afganistan í gær er sögð hafa drepið 36 skæruliða. Við eigum sem sagt að trúa að afgönsk yfirvöld hafi í beinu framhaldi sent fulltrúa sína að telja lík í sundursprengdum neðanjarðargöngum. Það er einfaldlega óhugsandi. ,,Fréttin" er uppspuni.

Stríðsfréttir eru sneisafullar af rangfærslum. Stríðsaðilar hafa ríka ástæðu að búa til fréttir sem þjóna þeirra málstað. Trump sendi nokkrar sprengjur á flugvöll Assad-stjórnarinnar í beinu framhaldi af fréttum af eiturvopnaárásinni. 


mbl.is 100% lygar, 100% grimmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Páll.

Líkt og vanalega, þá eru færslur þínar hér, ákaflega rökréttar og trúlegar, en þar sem þú starfar sem blaðamaður, þá furða ég mig ætíð á hve gagnrýnislaust kollegar þínir hér á Íslandi þínir lepja upp og birta gagnrýnislaust fréttir á borð við þessa um eiturefnaárásina, sem virðist þó sem betur fer vera að tapa fluginu.

RÚV og aðrir fjölmiðlar tala frá upphafi og enn, um efnaárásir Sýrlendinga á almenna borgara, í stað þess að segja til að mynda: Meintar efnaárásir Sýrlendinga.

Þykir það ekki lengur neitt stórmál í stétt þinni hér á Fróni að fara gagnrýnislaust með fleipur og það jafnvel ítrekað í fyrirsögnum og er blaðamönnum á borð við þig hreinlega skipað að taka afstöðu gegn betri vitund?

Jónatan Karlsson, 14.4.2017 kl. 11:29

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég held að íslenskir blaðamenn skrifi iðulega upp erlendar fréttir hrátt upp úr stærstu miðlum en leiti ekki víða heimilda. Það er fremur sjaldgæft að sjá vandaða og ítarlega umfjöllun um erlend málefni, sem unnin er af kunnáttu. Því miður.

Páll Vilhjálmsson, 14.4.2017 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband