Atvinnuofsóknir Óttars ráðherra

Sigurður Már Jónsson upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar hefur ekki leyfi að hafa skoðun á stjórnarskrá lýðveldisins ef hann vill halda vinnunni. Á þessa leið eru skilaboð Óttars Proppé heilbrigðisráherra.

Óttar viðurkennir að hafa ekki lesið grein Sigurðar í Þjóðmálum, sem undirstrikar ómálefnalega afstöðu ráðherrans.

Óttarr hótar þeim atvinnumissi sem leyfir sér að hafa skoðun á stjórnarskrá okkar allra. Ömurlegur Óttarr.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Óttar er handónýtt fyrirbæri, það kom berlega í ljós þegar stjórnarmyndunar viðræðurnar fóru fram, hann límdi sig Benedikt hinn óheppilega til frambúðar og lét hann hafa öll sín spil og elti hann síðan eins og huglaus rakki.

Hrossabrestur, 19.3.2017 kl. 12:55

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er grunnt á forræðishyggjunni þarna enda dyggur Evrópusambandssinni.

Ragnhildur Kolka, 19.3.2017 kl. 14:41

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann var ágætur sem bóksölumaður í verslun Máls og Menningar. Að stökkva þaðan upp í ráðherraembætti er getur ekki verið hollt fyrir strák. Hvað þá að fara úr dauðarokksveit yfir í æðsta mann heilbrigðismála. Það er eitthvað pínu galið við það. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2017 kl. 14:53

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það þrengir sífellt að tjáningafrelsinu og nú bætist merkikertið úr Rúblunni við þá fjölmörgu sem ávíta menn fyrir skoðanir sínar.Hann hefur refsivöndinn í hendi sér,þess vegna fer málið ekki til saksóknara.    

Helga Kristjánsdóttir, 20.3.2017 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband