Pútin bjargar Trump úr gildru Obama

Obama Bandaríkjaforseti engdi gildru fyrir arftaka sínum, Donald Trump, með því að reka 35 rússneska sendiráðsmenn úr landi þrem vikum fyrir embættistöku Trump.

Obama gerði ráð fyrir að Pútín Rússlandsforseti myndi svara í sömu mynt og reka bandarískt sendiráðsfólk úr landi. Þar með væru hendur Trump bundnar - hann yrði að sýna Rússum hörku.

Obama tilheyrir þeim væng bandarískra stjórnmála sem lítur á Rússland sem óvin sinn númer eitt í alþjóðastjórnmálum. Trump er á hinn bóginn fulltrúi raunsæismanna sem vilja samvinnu við Rússland, m.a. til að berjast við uppgang múslímskra öfgasamtaka.

Með því að Pútín sat á sér, og rak ekki bandaríska sendiráðsmenn úr landi, fær Trump meira svigrúm en ella til að bæta samskiptin við Rússa.


mbl.is Trump hrósaði Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Því fyrr sem kommúnistar og kratar heyri sögunni til því betra.

Hrossabrestur, 31.12.2016 kl. 09:20

2 Smámynd: Elle_

Eg er ekki viss um að Trump hefði orðið að sýna Putin hörku þótt Rússar hefðu rekið fólkið úr landi.  Hann gæti hafa rætt við Rússa á eðlilegum nótum.  Putin vissi að þetta var verk fyrri forseta eða stjórnar.  

Elle_, 31.12.2016 kl. 11:42

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heimurinn þekkir orðið svona einfaldar gildrur sem Obama beitir og ráða í þær.
"Obama gerði ráð fyrir".....Margur heldur mig-sig!



Helga Kristjánsdóttir, 31.12.2016 kl. 12:12

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þessi atburðarás sýnir enn og aftur að Obama hefur enga reisn,hann er bara trítill.

Það er kannski ekki neitt nýtt að sendiráðsmenn séu reknir úr landi,Obama sá einnig ástæðu til að banna Rússneskumm sendiráðsfjölskyldum að heimsækja stað þar sem þær hafa komið saman í gegnumm árin og fagnað áramótum.

Putin svaraði með að bjóða öllum fjölskildum úr bandaríska sendiráðinu til áramótafagnaðar í Kreml.

Þetta er svosem ekki í fyrsta skifti sem Obamma sýnir að hann er smásál.

Hann hafði heldur ekki manndóm til að senda samúðarkveðjur þegar Rússneska farþegavélin var sprengd yfir Egyptalandi.

Obama er bara trítill sem á ekkert erindi í að vera þjóðhöfðingi.

Borgþór Jónsson, 31.12.2016 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband