Smári pírati og samskiptin við Bandaríkin

Ef einhver heldur að Píratar séu stjórntækir í lýðveldinu ætti viðkomandi að lesa afhjúpun Eyjunnar á umræðuhefð Pírata. Þar kallar einn forsprakki Pírata, Smári MacCarty, nýkjörinn forseta Bandaríkja nasista og segir honum að fróa sér - sjö sinnum.

Smári skrifaði skilaboðin á ensku til að alþjóð fengi öll að heyra álit Pírata á Donald Trump.

Ef Píratar tækju sæti í ríkisstjórn Íslands væri óðara skollin á kreppa í samskiptum við Bandaríkin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það  er holt að drekka hreint vatn og anda að sér ryklausu lofti og borða hollan mat.  

Hrólfur Þ Hraundal, 30.12.2016 kl. 14:38

2 Smámynd: Valur Arnarson

Smári elskar kannski Clinton - sem sagði að hrunið væri almenningi í Bandaríkjunum að kenna, ekki Wall Street gæjunum :)

Smári myndi örugglega ekki segja Clinton að fróa sér.

Valur Arnarson, 30.12.2016 kl. 14:47

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þegar þú mynnist á þetta Valur Arnarsson, þá var það nú þannig hér uppi á íslandi að ýmsir vildu kenna kaupæði Íslendinga um hrunnið og svo voru það aðrir sem sögðu að Davíð Oddson hafi pantað það fyrir löngu og þess vegna vildi Bubbi drepa Davíð.  

Hann gerði honum fyrirsát við seðlabanka húsið með skríl með sér, en hann var lélegri í fyrir sátum en RUV og því fór hann heim með krókinn þar sem hann er jafnan hjá vitgrönnum klaufum.  

Hrólfur Þ Hraundal, 30.12.2016 kl. 16:59

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

En elski hann Clinton hvað leggur hann til að hann geri 7,sinnum,svona til að alþjóð viti að þessi fyrrverandi,tilvonandi ráðherra íslands er með sprellann á heilanum,eða öfugt.

Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2016 kl. 18:18

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á að þessi twitter færsla Smára er árs gömul! Sem og að mér skilst að hún hafi m.a. verið sett fram þegar Trump var að tala um að loka eða hefta aðgang að internetinu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.12.2016 kl. 18:26

6 Smámynd: Valur Arnarson

Takk fyrir að hughreysta okkur, Magnús Helgi. Nú getum við sofið róleg. Uppátæki Smára er árs gamalt og hann auðvitað mikið eldri og þroskaðri í dag. Svo var þetta náttúrulega eitthvað tengt internetinu, þá má náttúrulega missa sig aðeins, sérstaklega ef á að hefta notkun öfgafullra íslamista.

Valur Arnarson, 30.12.2016 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband