Þriðjudagur, 29. nóvember 2016
Gröf Nató er í Aleppo
Árás hervéla Nató-ríkja á sýrlenska stjórnarherinn, sem nýtur stuðnings Rússa, í september var til að hindra gildistöku samkomulags milli utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands frá 9. september.
Samkomulagið gerði ráð fyrir samstöðu Nató-herja, undir forystu Bandaríkjanna, og Rússa við að knésetja herskáa múslíma í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Samkomulagið var óvinsælt í Pentagon, varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem krefst nýrrar ríkisstjórnar í stað Assad forseta.
Aleppo er núna, tveim mánuðum síðar, við það að falla Assad og Rússum í skaut. Bandaríkin og Nató eru áhorfendur að endataflinu í Sýrlandi þar sem Rússar standa með pálmann í höndunum. Assad forseti gefur lítið fyrir eftiráskýringar Bandaríkjamanna um að árásin í september hafi verið mistök.
Sýrlandsleiðangur Nató og Bandaríkjanna er farinn út um þúfur. Nýr Bandaríkjaforseti, Donald Trump, er með horn í síðu Nató og sneypuför í Sýrland kaupir hernaðarbandalaginu ekki vinsældir.
Nató er að stofni til hernaðarbandalag Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna frá dögum kalda stríðsins. Útþensla Nató í Austur-Evrópu og verktaka Nató-ríkja fyrir Bandaríkin í miðausturlöndum gerir bandalagið líkara málaliðaher frá miðöldum en vettvangi fyrir öryggi og samvinnu Vestur-Evrópu.
Aleppo var blóðvöllur vestræns málaliðahers árið 1119, á tímum krossferðanna, þegar um 4000 manna her þeirra var eytt. Sagan endurtekur sig.
Mistök ollu mannskæðri loftárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í raun má segja, að gröf Nató lyggi í inrás Tyrkja inn í Sýrland.
Rússar eru "andskotanum" séðari, og þeir gera ekkert til að aftra flugvélum Nató að fljúga þarna. Þær verða bara að hafa transpondern á, annars verða þær skotnar niður. Rússar gera því verulega og ýtarlega skýrslu yfir ferðir þeirra, árása þeirra ... og ... "hernaðaráróður" sem settur er, meðal annars í Mogganum. Tild dæmis, áraś í Idlib fyrir nokkru var framkvæmd af bandarískum Dröna ... Belgar, hafa flogið og gert árásir. Öll herför Tyrkja, er skráð, analyzed ... Rússar eru einnig komnir með sannanir fyrir því, að skæruliðar sem bandaríkjamenn studdu, standa á bak við eiturefna árásirnar.
Öll blöð hér vestan hafs, reyna að "dylja" þetta ... til dæmis yfirskrift moggans. Bandaríkjamenn eru búnir að endurtaka þetta margsinnis ... en það sem ekki kemur fram í mogganum, er að Egyptir eru komnir í lið með Írönum, Sýrlendingum og Rússum.
Ég veit ekki, hver lét Nató í hendurnar á dönum og norðmönnum ... en það eru stærstu afglöpin. Rasmussen með sín afglöp í Lýbíu og Stolzenberg með núverandi afglöp ... kaninn mun, fyrr eða síðar, loka bandalaginu.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.11.2016 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.