Hinsegin réttlæti ríkissaksóknara

Tjáningarfrelsið er undirstaða sem mörg önnur réttindi hvíla á, þar með talinn rétturinn til að vera öðruvísi í siðum og háttum. Ríkissaksóknari gerir skipulagðar atlögur að tjáningarfrelsinu með ákærum á hendur Pétri Gunnlaugssyni og Jóni Val Jenssyni.

Hinsegin réttlæti ríkissaksóknara gefur viðurkenndum borgaralegum réttindum langt nef og skapar réttaróvissu. Gildisdómar eru viðurkenndir undir gildandi rétti og skulu refsilausir. Hinsegin réttlæti er tilraun til að útiloka sjónarmið sem eru í bága við pólitískan rétttrúnað á hverjum tíma. Nái tilraunin fram að ganga er tekinn af okkur réttur sem við höfum núna; að fella gildisdóma um menn og málefni.

Hinseginárátta ríkissaksóknara lyktar af misbeitingu opinbers valds. 


mbl.is Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Var það jóhanna s. sem að réð þennan starfandi ríkissaksóknara á sínum tíma?

Er ekki gaypride-fólkið komið inn um allt hjá Hæstarrétti og allir flokkarnir á  hinu lítilsvirta alþingi tralla með vitleysisganginum eða hvað?

Jón Þórhallsson, 29.11.2016 kl. 17:44

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei Jón það var ekki Jóhanna sem réð þennan saksóknara. Það var Ögmundur Jónasson sem gerði það. Og hvaða þú veist að gaypride er dagur eða dagar er ekki fólk. Það er ekki í lagi með menn sem láta svona út í aðra sem hafa ekkert gert þeim. Þótt einhverjir vitni í einhvað ritsafn sem kallað er biblía og haldi þvi fram að þar segi að það eigi að nýðast á fólki sem hefur aðar kynhneigð, þá er nú árið 2016 og menn eiga að hætta þessu bulli.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.11.2016 kl. 17:58

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ef Jón Valur verður dæmdur fyrir þau orð sem birt eru í þessari grein, þá verður íslenska ríkið að búa sig undir að lögsækja og fangelsa stærstan hluta íslensku þjóðarinnar.

Ragnhildur Kolka, 29.11.2016 kl. 18:10

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Trúir ekki meirihluti þjóðarinnar á GUÐ?

Af hverju höldum við jólin?

BIBLÍAN fordæmir samkynhneigð:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2185302/

Jón Þórhallsson, 29.11.2016 kl. 18:20

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vegna orða Magnúsar Helga: Ég hafna því með öllu, að ég hafi talað fyrir því, "að það eigi að níðast á fólki" vegna kynhneigðar þess. Og við sjáum enga hvatningu til þess í Nýja testamentinu. Jafnvel Páll postuli, sem stundum er sagður harðorður, gerir það alveg ljóst í I. Korintubréfi, 6.11, að þeir, sem átt hafa kynmök við annan af sama kyni -- nokkuð sem hann flokkar óneitanlega sem alvarlega synd -- eiga þó eins og aðrir kost á fyrirgefningu Guðs og helgun í krafti Heilags Anda.

Og kristnir menn mega ekki hata samkynhneigða, heldur elska alla menn.

En ég þakka Páli góðan og málefnalegan pistil.

Jón Valur Jensson, 29.11.2016 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband