Píratar útiloka sjálfa sig frá ríkisstjórn

Píratar kynntu sig sem byltingarafl. Uppstokkun stjóraskipunar með nýrri stjórnarskrá var meginstef þeirra í kosningabaráttunni. Innan við 15 prósent þjóðarinnar veitti Pírötum stuðning.

Byltingu verður ekki hrint í framkvæmd með 15 prósent fylgi almennings. Meira þarf til

Valkostir Pírata eru tveir. Í fyrsta lagi að færa sig nær ríkjandi viðhorfum, sem er hægfara breytingar en ekki bylting. Í öðru lagi að halda í byltingarhugsjónina og afla henni meira fylgis.

 


mbl.is Segja Pírata ekki hafa staðið í veginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Engan veginn verður ráðið af ummælum formanna flokkanna nú síðdegis að Píratar hafi verið erfiðastir í taumi. Þvert á móti virðist það hafa verið mismunandi sýn Viðreisnar og Vinstri grænna á skattamál og sjávarútvegsmál, sem hafi orðið til þess að viðræðurnar steyttu á skeri. 

Ómar Ragnarsson, 23.11.2016 kl. 18:46

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrirsögnin hér að ofan er röng.

Píratar hafa ekkert gert sjálfir sem er til þess falið að útiloka þá frá ríkisstjórn. Þvert á móti hafa þeir sýnt af sér mikinn vilja til að miðla málum og koma til móts við sjónarmið annarra í þessum viðræðum. Jafnvel svo mikinn að sumum Pírötum er farið lítast illa á þau afsláttartilboð.

Stjórnarmyndun mistókst ekki núna vegna Pírata, heldur Viðreisnar.

Það sem er athyglisvert við þá stöðu sem nú er komin upp er að miðað við þá goggunarröð sem forsetinn hefur úthlutað stjórnarmyndunarumboðinu eftir, þ.e. fjölda atkvæða upp úr kjörkössum, eru Píratar næstir í þeirri röð. Þá verður fróðlegt að sjá hvort að forsetinn brýtur blað í stjórnskipunarsögu Íslands, með því að veita stjórnarmyndunarumboð ekki einum tilteknum einstaklingi, heldur þremur samtímis, þ.e. Pírata tríóinu.

Svo væri mikið gagn af því ef einhver gæti bent á það hvar í stjórnarskránni er að finna ákvæði sem gengur framar 15. gr. og heimilar forseta að veita einhverjum öðrum en sjálfum sér, umboð til stjórnarmyndunar.

15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2016 kl. 20:56

3 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sælir

Hver er stjórnspekingurinn sem´hér tjjír sig?

Einar Sveinn Hálfdánarson, 23.11.2016 kl. 23:53

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Einar. Ertu að spyrja mig? Ég er bara ég.

Stjórnspekingur þykist ég ekki vera, en er þó sæmilega læs.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2016 kl. 00:00

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Gðmundur

Forsetinn er ekki sá sem valdið hefur, því hann framselur til viðeigandi ráðherra ákvarðanir sínar eins og mælt er fyrir í stjórnarskránni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.11.2016 kl. 01:41

6 Smámynd: Hrossabrestur

Hvaða erindi eiga píratar í ríkisstjórn?

Hrossabrestur, 26.11.2016 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband